Tímarit - 01.01.1870, Síða 109
111
bæli í Ölvusi, og mun það vera haustþíngstaður Ölvus-
manna. Búð Skapta lögsögumanns er sýnd á Þíngvöll-
um og er það búð þeirra Ölvusmanna. En engin búð
er eignuð Grímkeli, og ekki er hægt að vísa á haust-
þíngstað Grafníngsmanna, að svo stöddu. Þannig virð-
ast þriðjúngsmótin í Árnessýssþíngi hafa verið þau, sem
í öndverðu var gizkað á.
Vorþíngstaður Árnessínga sést enn að nokkru leyti.
Búðarústirnar eru austur frá Hofsholti skamml frá Búða-
forsi, sem nú er almennt kallaður »Búði», þá rann
Þjórsá mest fyrir sunnan Árnesið, sem enn sér merki
til, en lítil kvist rann fyrir norðan það, í henni var
Búði, lieflr hann þá verið fegri enn nú, er hann var
mjórri. Er sagt að heiðnir menn hafl blótað hann, og
muna gamlir menn eplir að steinn stóð við ána fyrir
neðan fossinn, sem sagt var að væri blótsteinn, en nú
er hrunið yflr hann úr berginu sem þar er upp yfir.
Búðirnar hafa verið þannig settar, að þær mynduðu
hrínga tvo, kríngum tvo slétta heiðardali og hafa dyrn-
ar verið á hliðvegg þeim er að dalnum snýr. Fáeinar
búðir hafa þó verið á dreif þar um kríng, sumar eru
nú blásnar af, svo ekki sjást nema grjótdreifar, einkum
eru það hinar austustu og þar á meðal þær sem staðið
hafa á suðausturbrún eystradalsins. Dómhríngurinn
stendur suður í Árnesi, uæstum bæarleið frá búðunum,
undir stuðlabergs hól allstórum sem Þínghóll heitir. Er
hann hlaðinn af grjóti úr hólnum, uppdreginn utan,
nema norðan til, þar gengur hann í hólinn, hann er
krínglóttur, nál. 5 faðmar í þvermál innan, en veggirnir
47a fet á þykkt að ofan. llyrnar hafa snúið til suðurs
og eru nú að nokkru leyti hrapaðar saman, og dóm-
hríngurinn næstum sléttfullur af foksandi, svo dýpt hans