Tímarit - 01.01.1870, Blaðsíða 117
119
EPTIRMÁLI.
Ástæðurnar fyrir því, að þetta annað bindi aftíma-
riti mínu kemur eigi fyrri út en þetta, eru þær: að
fyrst var eg í vafa um, hvort eg ætti að halda ritinu
áfram eða eigi, því kaupendurnir voru svo fáir og fjölg-
uðu eigi, en allir sjá, að það er eigi nema vitleysa ein,
að vera að láta prenta þær bækur, er enginn vill kaupa
né lesa, því það er að verja tíma sínum og peníngum
til einskis; og í annan stað komst eg eigi að prent-
smiðjunni, meðan verið var að prenta alþíngistíðindin.
En með því eg þó eigi enn með öllu er úrkula vonar
um, að rit þetta gángi út með tímanum, hefi eg samt
ráðist í, að láta annað bindið út koma, og heflr það nú
meðferðis:
1. Endann af ritgjörðinni um alþíngistollinn.
2. Áframhald af ættum alþíngismanna 1867.
3. Nokkur forn bréf, einkum um landamerki jarða.
4. Áframhald af sýslumannaæfunum.
5. Áframhald af kirknamáldögunum,
6. Endann af ritgjörðinni »um þriðjúngamót í Ráng-
árvallaþíngi og Árnessþíngi« og
7. Testamenti Þorsteins lögmanns Eyólfssonar.
Eg skal geta þess, að klrknamáldagarnir og eins
forn bréfin eru orðrétt prentuð bæði í þessu bindi og
líka hinu fyrra eptir skjölum þeim, er lögð eru til