Gangleri - 01.08.1870, Qupperneq 7
7
reikningi, hversu mikill hiti, og þá einnig, hversu mik-
ið afl, getur kviknað í líkamanuin af hverri fæðu sem
er A f I i ð í líkamanum myndast því á sama hátt, og
í gufuvjelinni, en í því greinir þau á, að líkaminn þarf
annað eldsneyti en vjelin; það verður sem sjc að vera
svo lagað, að meltingin geti unnið á því, og uppleyst
það, svo það geti komizt inn í blóðið; og í annan stað
hefir eldsneyti líkamans, fæðan, meira ætlunarverk en
eldsneyti vjelarinnar, því að fæðan á ekki að cins að
kveikja afl iíkamans, heldur er og nokkur hluti hennar
ætlaður til þess að endurnýja ýinsa parta líkamans jafn-
ótt og þeir slitna, en það er þó minni hluti hennar;
meiri hlutinn gjörir sömu not í líkamanum, og eldsneyt-
ið í gufnvjelinni, og ef vjer gætuin m e 11 steinkol, þá
gætum vjer haft sömu not af þeim og þessum hluta
fæðunnar.
Nú á hvorttveggja, dýrafæðan og kolin, eða hvert
annað eldsneyti sem er, uppruna sinn að rekja til grasa-
ríkisins. Að vísu lifa sum dýr eingöngu af öðrum dýr-
um, og maðurinn lifir sumpart af dýruin, en hold og blóð
þessara dýra, sem höfð eru til átu, er þó upprunalega
myndað úr urtaefni. Maðurinn getur t. a. m. ekki lifað
af grasi eða heyi, en hann getur lifað aí dýrum, sem
aptur eingöngu lifa af grasi og Iieyi. Grösin crn þann-
ig grundvöllur alls dýralífs, en sjálf nærast þau ein-
initt af efnum, sem myndast við brennsluna og við nær-
ingu dýranna. Vjer munum, að við andardráttinn mynd-
aðist kolasýra, vatn, og BAminoniak“; hvert þessara efna
er samansett úr 2 frumefnum, og úr hverju þeirra taka
grösin annað frumefnið sjer til næringar, en skilja hitt
eptir. Pó geta grösin ekki gjört þetta af cigin ram-