Gangleri - 01.08.1870, Síða 10
10
náttúrulögmáli. Jörðin mun halda sinni rás líkt og
hingaðtil, og eins og ein kynslóðin af lifandi verum
hingaðtil hefir dáið út eptir aðra, en nýjar og full-
koinnari komið í staðinn, eins er ekki óhugsandi að sú
stund kunni að koma einhvern tíma og einhvern tíma,
er mannkynið hefir lokið ætlunarverki sínu hjer á jörðu,
en nýjar og fullkomnari verur koma í Jiess stað.
— r.
UM PKESTATAL Á ÍSLANDI.
Eins og kunnugt er, gaf Bðkmenntafjelagið út í
fyrra „Prestatal ogprófasta“ eptir sjera Svein
Níelsson á Staðastað, sem þeir skólakennari Jón Þor-
kellsson og Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn höfðu áð-
ur um fjallað og fyllt að nokkru1. J. S. , sem ritað
hefir forinálan, tilneínir nokkur eldri prestatöl, sem höf-
undurinn muni sum hafa lagt til grundvallar lyrir presta-
tali sínu. Höfundurinn virðist v(ða hafa fylgt eldri töl-
um, það sem þau hafa náð, án þess að hafa þekkt heim-
ild þeirra. það er því eðlilegt, að prestatali þessu sje
talsvert ábótavant, eins og þeiin. J. S. kannast
og við, að það standi enn til mikilla bóta, einkum
á fyrri tímum (allt fram á 17. öld), og bendir til, að
mikil og margs konar efni til slíkra uinbóta sjeu ónot-
uð. Bæði mun í bókum og skjölum ýmsra kirkna felast
ýmislegt það, er auka mætti og leiðrjetta eptir tal prest-
anna, og svo einnig í ýmsuin brjefasöfnum.
íjjTfmariti gefnuút af Jóni Pjet-
X) Prestatal þetta er hjer skammstafad „Prt,a