Gangleri - 01.08.1870, Qupperneq 17

Gangleri - 01.08.1870, Qupperneq 17
17 Æskilegt hefði verið, að höf., sem framast unnt var, hefði tekið upp í prestatalið kapellana, eins og hann sumstaðar hefir gjört, en hvervetna auðkennt þá frá sóknarprestinum, t. a. m. með smærra letri. — Eins hefði þótt vel lilýða, að hann í athugasemdum hefði getið Jiess um presta, er misst hafa embætti, en fengið aptur, hve lengi þeir hafi verið prestlausir. — Einnig hefði hann átt, til þess að vera sjálíum sjer samkvæmur, og til almenns fróðleiks auka, að telja ahtaðar þá presta, eða þá menn, þótt aldrei hafi þeir prestar orðið, er fengið liafa veitingu fyrir brauðum, en eigi komið til þeirra. — Viðkunnanlegra hefði mjer þótt, að fæðing- ar ár presta hefði verið til greint í dálki sjer, held- ur en að setja þau á stangli neðan máls, og þá liefði dálkurinn um „aldurs ára, sem venjulega mun byggjast á einfaldri frádragningu og eigi vera nákvæmur, getað alveg fallið burtu Af „aldurs ára“ dálkinum getur engi nákvæm vissa fengizt um fæðingar árið, en fæðingar árið hefði víða hvar getað staðið fast og óhagganlcgt. Dálkurinn utn „embættis ár“ sýnist fremur til uppfyll- ingar enn uppbyggingar, því hvert manns barn, sem vit hefir á að færa sjer „Prt.“ í nyt, sjer undir eins £ hendi sjer embættis árin, um leið og hann sjer tölurnar, er sýna vígslu ár presta og það ár, er þeir hafa vikið eða fallið frá. Auk þess mun eigi lítil ónákvæmni eiga sjer stað hjá höfundinum í þeim dálki, bæði að því Ieyti, að varla, eða óvíða, mun tekið tillit tii, um hvaða leyti árs prestskapurinn hefir hafizt og cndað, og svo einnig hvað þá presta snertir, er settir hafa verið frá cinbætti um hríð. Enn fremur hefði mátt og þurft, cins og J. S. bendir til í formálanum, fylla þann dálkinn, sem Gaugleri III. hepti. 2

x

Gangleri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.