Gangleri - 01.08.1870, Page 18
18
sýnir burtför presta frá brauðum, miklu framar en gjört
er, og eins í prófasta talinu að taka fram það ár, er
þeir hafa sleppt prófasts embættinu. Hefði hinn
heiðraði höfundur hagað svo presta tali sfnu, j>á hefðum
vjer í ártölum fengið miklu fyllra æfiágrip margra presta,
en nú er eptir „Prt.“.
í athugasemdum við „Prt.“, sem flestar munu vera
frá annari hendi, felst mikill fróðleikur, en sumt er þó
þar, sem eigi þykir svo mjög vera til skýringar þeim
atriðum, sem menn ætlast til þess að fræðast um af bókinni.
Þannig er t. a. m, í neðanmálsgrein (bls. 4.) skýrt ná-
kvæmlega frá afgjaldinu af bænahúsinu að Brú á Jökul-
dal, en með því að slíkt eru sjerstaklegar tekjur Hof-
teigs prestakalls, og annars staðar eru eigi taldar sjer-
stakar tekjur brauða, þá virðist, sem eigi væri ástæða til
að geta þess. Annars er, hvað bænahús snertir, talsverð
ósamkvæmni í bókinni. Sumstaðar er þeirra bænahúsa
eigi getið, sem enn er embættað í, svo sem á Melgras-
eyri á Langadalsströnd, á Ketilstöðum á Völlum, og í
Papey; en sumstaðar er aptur skýrt frá niðurlögðum bæna-
húsum, einkum neðanmáls. Bænahús að Ilöfnum á Skaga
er talið svo, sem enn framfari þar guðsþjónustugjörð, en
í brauða skýrslunum 1854 segir, að eigi sje messað þar
(Landli. sk. II, 764.), og veit jeg eigi til, að það hafi
tekizt upp aptur.
Þó að sPrt.“ eigi sje alls kostar óyggjandi á fyrri
öldum, og að það að fleiru leyti sje eigi svo nákvæmt
og fullkomið, sem ákjósanlegt hefði verið, eins og sýnt
hefir verið fram á, þá er það þó engu að síður mikils
vert og nytsamt rit, l*að er ágætur leiðarvísir fyrir hvern
þann, er ann þjóðlegum fræðum, til þess að átta sig