Gangleri - 01.08.1870, Side 22
22
Norðanfara 1867 nr. 5—6). Landlæknirinn hefir að
vfsu verið meðmæltur stofnun nefnda þessara, og ýmist
haft í ráði að staðfesta erindisbrjef handa þeim eptir
hjeraðslækni kansellíráð J. Skaptason, eða semja það
sjálfur, eins og hann líka eitt sinn ráðgjörði að hreifa
málinu á alþingi 1869; en engu af þessu hefir þó get-
að orðið framgengt hingað til, og vita þó allir hversu
lianu á ýmsan annan hátt hefir sýnt, að honum sje
annt um heilsu og heilbrigði landa sinna. Vjer getuin
cigi annað en undrast efa hans um það, að heilbrigöis-
nefndin í Grundarsókn hafi átt beztan þátt í, að hindra
útbreiðslu mislingasýkinnar frá Grund í Eyjafirði; því
það er öllum hjer í grennd Ijóst, að sýkin gjörði þar
vart við sig til muna, að ýmsar ráðstafanir voru gjörð-
ar, og framfylgt af nerndinni, með stöðugu eptirliti til
varnar útbreiðslu sýkinnar, og að reynslan sýndi, að hún
náði eigi að útbreiðast; svo var og í í’ingeyjarsýslu, þá
er sýkin tók að íærast hingað á leið að austan og norð-
an, að hún, fyrir atfylgi nefndanna, varö alveg bept
þeim megin.
Svo er það og hjer norðanlands, þar sem vjer höf-
um afspurn af, að þótt hin svo nefnda sóttnæma tauga-
veiki komi upp á bæ og bæ í ýmsum sveitum, útbreið-
ist hún lítið eða ekkert, og langt um síður nú en áður
en heilbrigðisnefndirnar voru stofnaðar; og þegar svona
hefir brugðið við, hverju á maður að þakka það öðru
en ncfndum þessum?
Og þó erum vjer vissir um, að þær gjöra ekki, og
geta ekki gjört það gagn, sem þær gætu gjört og
gjörðu, ef þær hefðu gott erindisbrjef1 og lög við að
l) hafa ad visu fcwjid erindisbrjef, er einumjis snert-