Gangleri - 01.08.1870, Síða 32

Gangleri - 01.08.1870, Síða 32
32 þar að auki var þar dprjótandi æðarvarp, og ndg lax- veiði í ánni. Þegar hjer var komið sögunni, hafði hann misst konu sfna fyrir nokkrum árum, en Steinunn dóttir hans gegndi ráðskonustörfum. Ilann unni henni mjög, en þó ljet hann sjaldan á því bera; hann var optast nær stutt- ur í svari og orðfár, og svo langt sem dóttir hans mundi til, þá hafði hann verið svo skapi íarinn. Sjaldan hafði hón heyrt hann hlæja nema ef svo bar undir — sem því miður var of opt — að hann hafði eitthvað í koll- inum; þá hló liann svo hátt, að það heyrðist langar leiðir, en sá hlátur fjekk henni lítillar gleði, heldur koin liann opt og einatt út á henni tárunum. Svo bar við á einu sumri um varptíman að Stein- unn gekk eitt kvöld niður til árinnar með þvotta; hún gekk hægt og stillilega svo að hún ærði eigi fuglinn upp af eggjunum, sem lá alstaðar á milli þúfnanna ; þeir litu rólegir upp á hana, eins og þeir væru vissir um að hún ætlaði eigi að gjöra þeim neitt mein. Hún gekk í þungum þönkum, já hún var svo ut- an við sig, að hún gáði eigi að því, að hún gekk alltaf niður með ánni, þangað til henni varð litið á mann, er kraup á árbakkanum, og svo leit út sem hann væri að vciða lax úr ánni. Jú, það var líka, því allt í einu reis hann upp og kippti í öngultauminn, og á sömu svip- stundu lá undur fagur lax fyrir fótum hennar ; en hún blóðroðnaði, þvf veiðimaðurinn var sá sami, er hún fyrir stundarkorni hafði verið að hugsa um — það var Einarl „Þú komst mátulega Steinunn“ I „Já Einar, jeg sje það“ I sagði hún brosandi. „Hvar hefirðu verið allan þcnna tíma? Ó1 hvað

x

Gangleri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.