Gefn - 01.01.1872, Page 3

Gefn - 01.01.1872, Page 3
o kúles hafi leyst af Prometheusi. Grikkir trúðu því, að Herkúles hefði sókt olíuviðinu til norðurheims, þar sem sælustaðuriun átti að vera; og þessu hefir sjálfsagt verið ruglað saman við för Herkúlesar til Kákasus, þegar hann leysti jötuninn. Bls. 58 ath. 3 um Gimli. þ>etta nafn kemur einnig fyrir hjá Snorra í Gylfaginníngu kap. 3: »þar sem heitir Gimli eða Vingólf«. Yér höfum því nafniðátveim stöðum í nominativo, og eg fyrir mitt leyti get ekki álitið annað en það sé hvorugskyns. Bls. 61 hef eg enga meiníngu látið í ljósi um »gulllæri« Pythagorasar. Eg held nú að þaö sé einmitt merki uppá það að menn trúðu á guðdómlegt eðli hans, og það standi einhvern veginn líkt á því og með sólarguð Inda, er Suryas hét: það var sagt að dýr nokkurt hefði bitið af honumhönd- ina, svo honum var gerð hönd af gulli (eins og úlfurinn beit höndina af Tý, þó ekki sé getið um að hann hafi fengið hönd aptur); þegar Tantalus slátraði Pelops syni sínum til guðaveitslu, þá varð einhverri af gyðjunum það á að eta herðarblaðið; en guðin lífguðu hann og gerðu honum aptur herðarblað af fílsbeini, eins og Yirgilíus segir (Georg. 3. 7: humeroque Pelops insignis eburno). þetta eru goðasögur, sem tala um mista limi sem aptur hafa verið gerðir úr dýru efni og gefnir þeim sem rnistu. Bls. 65—72. Um Exampaeus er hvergi eins ítarlega ritað og hér. Eg hef þar gleyrnt að nefna, að Sehafarik getur um þetta nafn (slav. Alt. 1,284 og 505), án þess þó að láta neina meiníngu í ljósi um það aðra en þá, að hann heldur að það merki ekki »helgar götur« og sé ekki þýtt á grisku hjá Herodotus. Bls. 73. Samkvæmt Schafarik, sem var lærðastur á Slavasögu þeirra er eg hef kynni af, á Wolga engan skyld- leika við Bolgara; hann segir og að Suomi og Suomalaiset ekki eigi að leiðast af »suo« mýri og »míes« maður, eins

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.