Gefn - 01.01.1872, Side 4

Gefn - 01.01.1872, Side 4
6 og pjóðverjar hafi gert, og þvímerki það ekki »M\ramenn«; hann veit samt ekki hvað við það eigi að gera. Bls. 79 hef eg sagt að »Noregr« komi aldrei fyrir í Eddukviðnnum, en það er rángt: það stenður í Helgakviðu Hjörvarðssonar 31 (Bask): »hvað kanntu segja nýrra spjalla úr Noregi«; en þetta raskar ekkert minni skoðan á orðinu, eins og menn heldur ekki vita neitt víst um aldur kvæð- isins. Bls. 87. Djarft er raunar að skipta nafninu Essedones og Estones í Eistr og Dani; en það er samt ekki meiri eða undarlegri breytíng en margt annað sem þráfaldlega hittist í nöfnum. Schafarik segir raunar, að Issedonar hafi ekki verið finnsk þjóð, en hann styrkir það ekki með neinu. Víst er það, að gleðiveitslur Eista við lát manna eru næsta keimlíkar gleðihátíðum Issedonanna eptir ena dánu, og erf- isdrykkjur hér á Norðurlöndum eru einmitt þessu líkar, en ólíkar venjum suðurlandabúa, þar sem grátið var yfir enum dánu (naeniae &c). Vér höfum þess vegna nokkra ástæðu til að ætla, að erfisdrykkjur þær, sem frá alda öðli haía tíðkast hér á norðurlöndum, sé daufar leifar ennar hroðalegu aðferðar þessara ókunnu þjóða, því venjur haldast lengi, sem kunnugt er; en samt skulum vér geta þess, að það má rekja þetta einnig til Inda, og Persa; í enum heigu bókum Inda er bannað að gráta hinn dauða, og í Send-Avesta eru harmatölur og táraflóð kallað hin mesta synd. j>ær enar fáu prentvillur, sem eg hefi fundið, eru þessar: bls. 52 athgr. 1. 2 línu er »er« ofaukið; bls. 53. 14. 1. stendur ok fyrir og; bls. 82. 21. 1. stendur neð fyrir með; bls. 91. 10. 1. er »er« á seinna staðnum ofaukið; 16. 1. stendur engu fyrir engar. Getgátur mínar um Noreg og Danmörk vil eg annars ekki verja; en þær eru að engu ósennilegri en annað, sem ritað hefir verið um þessi nöfn; þesskonar hlutir eru þess eðlis, að þeir verða aldrei sannaðir, en engu að síðui þykir mönnum gaman að rýna eptir þeim. Vera má að suinum

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.