Gefn - 01.01.1872, Page 6
8
verið svo illa snúið, að sá eiginlegi mergur og andi helir
horfið úr þeim með öllu; en það vitum vér og sjáum á degi
hverjum, að eriendir fornfræðíngar og málfræðíngar, sem
rita um norræn fræði, skilja fæstir íslendsku svo í neinu
lagi sé, enda þótt þeir láti prenta lángar runur úr fornritum
vorum. f->eir styðjast við enar latínsku þýðíngar vorar eða
þá aðrar þýðíngar, sem beinlínis eða óbeinlínis eru (il komnar
fyrir krapt Íslendínga, en láta ætíð prenta frummálið. fætta
vitum vér meðal annars á því, að þeir eru aldrei færir um
að setja saman eina einustu setníngu á íslendsku svo rétt
sé, nema kannske fáein orð; — þessar sögur yfirgánga líka
og ofbjóða þessum lærdómsmönnum, því þeir eru allir gagn-
teknir af Eddukvæðunum og halda að ekl'ert anrmð dugi.
Eddukvæðin innihalda lítið sem ekkert af því sem hér er
um að ræða, því innihald þeirra snertir annaðhvort náttúru-
hlutföll og goðalíf, eða þá Volsúngasögurnar, sem eru miklu
ýngri hugmyndir en til að mynda sögurnar um Ketil hæng,
0rvarodd, og aðrar slíkar sögur. fæssar sögur, sem eg á
hér við, eru almennt viðurkendar (eins og líka rétt er) að
vera eign og verk Íslendínga; eu einmitt þess vegna hafá
menn fyrirlitið þær svo mjög, meðfram líka af því að menn
fundu hversu tröllslegar þær eru og óviðráðanlegar, en hvorki
gátu skilið né vildu skilja að neitt væri notandi í þeim —
því sú venja hefir lengi tíðkast og vaxið á meðal enna ýngri
norrænu málfræðínga, að viija eigna Noregi (og Danmörku)
það sem fegurst og hest er í Eddukvæðunum, en láta oss
hafa það sem ónýtt er. Sama er að segja um tröllasögurnar:
af því þær ekki fást við þýskar eða hálfþýskar hugmyndir:
Voisúnga, eða slíkt, sem eiginlega miklu fremur tilheyrir
fijóðverjum en Norðurlöndum, þá eru þær álitnar ónýtar og
smekklaus »faetura medii aevi« (miðalda-hroði), eins og rit-
verk vor eru kölluð í formálanum fyrir Stokkhólmsútgáfunni
af Sæmundar-Eddu. Menn álíta almennt að íslendsk bókvísi
ekki nái lengra en hér um bil niöur að fjórtándu öld, og
eptir þann tíma sé allt ónýtt og svo sem ekkert — vér