Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 7

Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 7
9 hinir nú lifandi rithöfundar erum aldrei nefndir, og jafnvel sjálfir Islendíngar, svo sem Guðbrandur í orðabókinni íslend- sku, fvlgja þessari reglu, að gánga frambjá tuttugu og þrjátíu ára rithöfundum með fyrirlitníngu eins og væri þeir ekki til, þar sem hver þjóð þó nefnir sína menn og gleðst yfir þeim ef nokkuð er við þá — menn skyldu halda að Guð- brandur hefði lært þetta af dönskum blaðamönnum, þar sem þó ekki einasta þjóðverjar, heldur og tveir enir helstu Danir hafa látið land vort njóta þess sannmælis, að það með tilliti til bókvísi væri fjó’rða landið á Norðurlöndum; en allir enir ýngri málfræðíngar — blaðamenn geta ei tekist til greina — eru samdóma og eindregnir í því að álíta Íslendínga svo sem Skrælíngja sem ekkert skilji lengur í enum eldri ritum, en hafi spillt máli sínu svo mjög að það sé nú varla þekkjan- legt við það sem áðurvar; af þessu leiðir að vér erum ekki lengur álitnir hæfir öðrum f'remur til að dæma um eða fara með fornritin, og sumir eru jafnvel teknir til að yrkja á voru eigin máli, þó þeir varla kunni aö hneigja orðin, hvað þá heldur geti komið upp nokkrum skáldskap. þessu skylt er enn það, að þó nú sumir, og sér í lagi íslendskir lær- dómsmenn, hljóti að kannast við, að til sé rit og kvæði frá vorum tímum, þá er samt einlægt verið að tala um að menn »stæli« ena fornu höfunda og en fornu skáld, í hvert sinn sem mönnum verður að taka líkt til orða og þeir, eða yrkja með sömu háttum og þeim sem tíðkuðust í fornöld. »Að stæla« álít eg ekki sé komið af »stál«, en eg álít að það sé eiginlega sama sem »að stela«; það er: menn bera oss enum ýngri mönnum alltaf, og enum eldri mönnum allopt, á brýn, að vér stelum frá hinum, eða að vér séum rithvinnar og skáldþjófar eða þjófskáld. Raunar er þetta svo gamalt, að Auðuni illskældu var borið þetta sama á brýn, og því var hann kallaður »illskælda« og kvæði hans »stolinstelja«, og það getur vel verið að hann hafiátt það skilið; en ann- ars er þessi áburður alveg rángur og óréttvís, og sú meiníng rammskökk, að menn »stæli«. þó höfð sé lík orðatiltæki og

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.