Gefn - 01.01.1872, Side 8

Gefn - 01.01.1872, Side 8
10 sömu hættir, því þetta er einmitt sá arfur sem vér höfum þegið frá fomöldinni og sem vér eigum fullan rétt á að nota eius og vér getum best. Væri nokkuö til í þessum »stæl- íngum«, þá mætti líka segja, að hvort fornskáldið hafi stælt annað, með því að yrkja undir sama hætti; þá hefir Egill stælt Jjjóðólf enn hvinverska, Sturla Arnór jarlaskáld og Jjjóðólf líka, og þá hefir Arnór líka orðið að stæla en fyrri dróttkvæða skáld, og allt verður eptir þessu ekkert annað en rán og þjófnaður, og ekkert frumskáld nema sá sem orti fyrst af öllum. þ>á »stælir« hvorr eptir öðrum, ef bann talar eða ritar hið sama mál; og enginn getur þó ætlast til að vér finnum uppá nýju máli, nvjum hneigíngum, og nýjum hugmyndum að öllu leyti. J>að er raunar víst og óumflýjanlegt, að líkir bragarhættir sveipa nolckuð líkum anda yfir skáldskapinn, eins og vér sjáum að hrynhendur Arnórs, Ólafs hvítaskálds og Sturlu eru allar keimlíkar, en þessi líkíng kemur af málinu og hættinum, en ekki af því að þeir hafi stælt hvorr annan; og þó vér ekki neitum því, að Sturla hafi þekt hrynhendu Aruórs, þókt hún fögur og hann þess vegna hafi ort með sama hætti, þá höfum vér samt engan rétt til að brígsla honum um »stælíngar« eða þjófnað. sem er hið sama. Um hin ýngri skáld er sama að segja; þeir ekki einúngis hafa fullan rétt til, heldur eru þeir líka neyddir tilað nota sama mál og sömu hætti; allur vor skáldskapur og öll vor rit eru beinlínis áframhald forn- aldarinnar, en hvorki þjófnaður né »stælíngar«. þ>aö sem menu sí og æ eru að nudda um »fornmál«, er í raun réttri öldúrtgis rángt, og vér tökum það hvað eptir annað fram, þó enginn vilji heyra það né kannast við það. f>etta foru- máls-tal tíðkast í útlöndum og því er haldið á lopt af sumum Íslendíngum, sem vilja koma sér við þá sem ekki vilja kannast við annað en Íslendíugar sé orðnir að Skrælíngjum eða Fær- eyíngum. [>að er merkilegt að enginn hefir orðið til að snúa Heimskrínglu eða öðrum »fornsögum« á »íslendsku«, því þessar bækur eru mjög skemtilegar og merkilegar, og

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.