Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 9

Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 9
11 sannarlega vert að gera þær aðgengilegar fyrir Íslendínga, svo þeir geti lesið þær. Sjálfsagt eru til fornir bragarhættir, en í rauninni veit eg ekki til hvers menn eru að tala um mismun á fornum og nýjum skáldskap, nema ef vera skyldi, að hlutföll hug- myndanna hafi feugið náttúrlega breytíngu, eða þeim hafi farið fram, sem óneitanlegt er. Yrkir þá ekki Snorri Sturlu- son, fyrir sex hundruð árum, öldúngis eins og vér yrkjum enn: drekka lætr hann sveit at sín silfri skenkt hið f'agra vín, greipum mætir gullin skál gumnum sendir Kínar bál —? og eg spyr — ekki lærða Íslendínga, og ekki íslendska bændamenn — en eg spyr allt íslendskt kvennfólk hversu »fornt« þetta sé, eða hvert það sé óskiljanlegt fyrir elli sakir? Eg get ekki séð hvar mismunuriun sé hér milliforns og nýss — að menn rita »at« fyrir »að« og slíkt, er enginn munur á »málum«, það er einúngis »ritsháttur«; en að menn einnig geta kveðið »fornt«, sem kallað er, það sýuir ekki annað en það, að skáldskapurinn á ráð yfir slíkum bún- íngi, sem ekki er bundinn við tfmann; því það að kveða »fornt« tíðkaðist einnig á Suorra tímum og miklu fyr; Snorri talar sjálfur um »fornskáld« — menn geta verið að ýta tímanum aptur á bak alltaf eins og menn vilja, því »forneskju« hugmyndin er ekki bundin við neinn tíma. Hvað það snertir, að allur meginhluti fornskálda verka er myrkur og torskilinn, þá væri það öldúngis rángt, ef menn skyldu ímynda sér að hverr einasti maður hafi skilið þessi kvæði eða vísur. Menn skildu þennan skáldskap engu betur þá en nú. Skáldskapur var þeirra tíma lærdómur, og því var hann einmitt kallaður »forn fræði«; skáldin voru enir lærðu menn þeirra tíma, og þeirra lærdómur var einkanlega inni- falinn í því að þekkja trúarsögur og sögu þjóðarinnar yfir höfuð — út fyrir þjóð sína fóru þeir svo lítið, að það merk-

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.