Gefn - 01.01.1872, Page 10

Gefn - 01.01.1872, Page 10
12 ist vavla. Að yrkja myrkt er engin smekkleysa, en það var í fyrsta lagi aldarfar. og í öðru lagi verður ekki tijá því komist þegar menn hafa kenníngar; en kenníngar hafa öll skáld haft (t. d. aves Caucasiae = vultures, furtum Promethei = ignis), en engir eru ávítaðir fyrir þær nema Íslendíngar. Fæstir enna »norrænu« málfræðínga þekkja grisk og latínsk skáld; eða hversu margir af þeim munu geta lesið Lucretius eða grisR sjónarleikrit? — Skáldskapur Norðurlanda er tvenns konar: 1, fornyrðahættir1) og 2, dróttkvæðir hættir; hvorr um sig aptur með mörgum til- breytíngum. Hinir dróttkvæðu hættir eru einkennilegir af kenníngum og ílókinni orðasetníngu; þeir eru allt eins gaml- ir og hinir (o: það vér til vitum), og þeir bera því ekkert vitni um neina spillíngu né apturför, eins og menn venju- lega segja, heldur eru þeir þvert á mótr að jafnaði miklu skáldlegri og hátiguarlegri en fornyrðakvæðin. Ekkert griskt eða latínskt kvæði getur jafnast við hrynhendu Sturlu J>órð- arsonar, sem var hið voldugasta höfuðskáld allrar fornaldar og það fyrsta verulega skáld á Norðurlöndum. Og þó getum vér sagt, að dróttkvæðir hættir og forn- yrðalag sé í rauninni eitt og hið sama, því ef vér prentum: Hljóðs bið eg allar helgar kindir meiri og minni mögu Heimdallar .. . Eg man jötna ár um borna þá er fyrr mig fædda höf'ðu.. ..2) þá er þetta allt hinn sami háttur og þetta: skvfðust randir blóðgar bröndum bleikir féllu menu á velli hlítárlauss var gramr með gæfu gyltar súngu hjalta túngur; ') þetta orðatiltæki er raunar liandvitlaust, en eg hef nú ekki annað. 2) Hljóðstafasetníngin bendir samttil, að eigi skuli þannig prenta, þó sumir geri það.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.