Gefn - 01.01.1872, Síða 11

Gefn - 01.01.1872, Síða 11
13 munurinn er einúngis sá, að hrynbendan verður með hend- íngum, en í fornyrðalaginu eru engar hendíngar. Eaunar væri það náttúrlegt að álíta »fornvrðalagið« fornara en það sem dróttkveðið er, því hendíngasetníngin ber skýlaust vitni um framfarir til meiri listar; enar dróttkva>ðu vísur Braga gamla eru miklu ófullkomnari en seiuni skáldskapur með dróttkvæðum hætti, þó þetta sé ekkert einhlítt merki uppá aldur kvæðanna. Annars eru þessir hættir sameign Inda, Finna, Engilsaxa og Íslendínga: öll fornkvæði þessara þjóða eru ort undir þessu sama lagi; en það andlega atgjörvi sem hlotnaðist Norðurlandaþjóðum og fremst fslendíngum — hver- nig það sé til komið, veit enginn og það mun alltaf verða öllum hulið — laðaði menn til að neyta málsins svo ítar- lega sem unnt var, og þá mögnuðust kenníngarnar svo mikið sem vér allir vitum. það er rángt að ávíta menn fyrir smekk- leysur, af því menu brúka kenníngar; slíkar ávítur koma í rauninni af því, að »accusator« skilur ekki vísurnar, og kallar þær því smekkleysur, sem ekki verðskuldi að hann kasti á þær sínum náðugu augurn. Eg skal nú víkja til hins sem eg hvarf frá áður: að Island sé í bókvísi og fræðum hið fjórða landið á Norður- löndum. þetta vitum vér raunar sjálfir, svo það þarf ekki að taka það fram fvrir oss; en vér vitum líka, að allt er gert sem verður til að rýra oss og svipta oss öllum and- legum auði, og þegar vér hreifum þessu fyrir erlendum mönuum, þá er oss ekki svarað, en vér erum fyrirlitnir og haldið áfram enni sömu aðferð við oss. J>að mesta sem vér fáum, er það, að menn kanuast við, að til forna hafi verið bókvísi á Islandi, en nú sé allir íslendskir rithöfundar »Skrælíngjar«. Fyrir utan það, að þetta er meiníng enna ýngri málfræðínga — jafnvel sumra af túngu sjálfra vor, eins og eg hefi áður ritað, þá skal eg þessu til sönnunar tilfæra orð Kosselets úr Ersch und Grubers Enkyklopadie. Hann tekur þar fram það sama þvaður, sem optar er hreift

x

Gefn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.