Gefn - 01.01.1872, Síða 13
15
(sém annars heldur Islendíngum fram) segir, að Islendíngar
þekki ekki lengur Volsúngasögurnar, Sigurð Fofnisbana, og
allt það fólk, af því þær sögur sé ekki prentaðar í »íslend-
skum þjóðsögum« — eins og Jón Árnason hefði átt að gefa
út allar Fornaldarsögur, og allar íslendskar sögur, til þess
að láta Beauvais sjá hvað vérvissum; jafnt því sem Grímur
Thomsen segir um oss í »Noidisk Conversationslexicon«:
»að en ýngri íslendska bókvísi ekki standi jafnfætis hinni
eldri hvað tilbreytíngu og frumsmíð snerti« — sem er sú
hauga helvítis lýgi sem ekki tekur neinu svari. Eg gæti
tilfært miklu meira um þetta efni, og um þær enar kátlegu
sögur, sem gánga af okkur í heiminum — eg held engin
þjóð sé eins skömmuð út og afskræmd fyrir manna augum
eins og Islendíngar — svo sem til að mynda það sem Mar-
mier segir: að einhverr Islendíngur hafi verið staddur á
Englandi og heyrt þar eitt íslendskt orð: þá hafi þessi landi
vor farið að æpa og kveina af heimfýsi með svo miklum
óhljóðum og ósköpum, að það hafi orðið að flytja hann heim
— þetta á nú að vera svo sem dæmi upp á föðurlandsástina;
en eptir því sem Berghaus landafræðíngur segir frá í einui
bók sinni, þá er réttargángurinn á Islandi þannig, að hinn
ákærði og ákærandinn standa einhversstaðar og kveðast á
níðvísur hvoiT um annan, og sá sem yfirgengur hinn, vinnur
málið; þetta erprentað og géfið út á Jnskalandi eptir 1860.
Hér á móti set eg þrjá merkilega menn, hverra minnsti
fíngur er máttugri en allir hinir sem oss eru andvígir. Hinn
fyrsti er Wachsmuth (prentað eptir 1830): »Eins og ferð-
irnar ekki tældu Islendínga til þess að apa eptir erlendum
þjóðum, eins varð sú hin trygga endurminníng um hið forna
móðurland og sú hin nákvæma yrkíng máls og skáldskapar,
sem alltaf varð ríkari og einkennilegri, undirstaða til íslendsks
þjóðernis, sem raunar svaraði til ens forna lífs í Noregi, en
sem þó varð allt öðruvísi og með sérlegri blæ, af því hitt
(o: Noregslífið) stóð opið fyrir áhrifum tímanna og gat því