Gefn - 01.01.1872, Page 16

Gefn - 01.01.1872, Page 16
18 Haustvísa. Einmana gekk jeg í grænkandi sal, glatt var um himnanna boga, sólgeisla varp vfir sjóinn og dal, sælum í eyglóar loga — hölluðust rósir um haust að blund’, hinnsta við ljósið um aptanstund. Hugsanir brutust í brjóstinu þá, brotnuðu hlekkir og fjötrar — utan er stundum ekkert að sjá, innst þá í hjartanu nötrar — andinn um djúpin ægis breið, allt eins og vant er, til norðurs leið. Lt yfir bárur og beljandi sjó, bláum að jöklum og eldi, Ásaþór þar um aldir bjó ægur í gulllegum feldi, heiptugur glottir um heljar tönn, hamarinn mundar við jökulíönn.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.