Gefn - 01.01.1872, Page 17
19
Kalt er á Fróni, og kalt er í lund,
kvalir og eintómur dauði!
Sein ertu á þer, sælunnar stund!
Seinn ertu, ljósboðinn rauði!
Nær muntu rísa frá Heklu hátt,
hjörtun að vekja i norðurátt?
í>ó að vér köllum oss þreytta með saung,
þverskallast allir og drevma —
æfin er stutt, en leiðin er laung,
létt er að sofa og gleyma —
margir til einskis lögðust lík,
ljómandi vafðir í sorgar flík.
Hví var mér gefið það himneska mál?
hví var mér gefið að skrifa?
hví var mér gefin sú hugsandi sál?
hví var mér gefið að lifa?
hví var mér gefin móður-mold
marin og kvalin sem dauðans hold?
Hvað var oss alltaf hjörtunum í?
hvað var í vöku og draumi?
hver var oss alltaf heilög og ný ?
hvað var sem klettur í straumi ?
Yoru það þjóðir og þenglar? nei,
þú varst það, eldgamla Garðars ey!
Einatt vér hugsum þreyttir um þig,
þó að vér biðjum og vonum,
að þú ei hnígir um áranna stig,
aukirðu krapt þínum sonum!
Og þó að nefni enginn þá,
ekki það láttu á þig fá.
2*