Gefn - 01.01.1872, Síða 19
21
Tíminn.
Stuttog ljóst yfirlit yfir ástand mannanna eröllum nauð-
synlegt, og ekki síst þeim sem ekki hafa tækifæri til að
verja tíma sínum til að lesa — þó ekki væri nema þús-
undasta hluta alls þess ógrynnis af bókum, sem út kemur í
heiminum á ári hverju — jafnvel á hverjum degi. [<ó það
raunar se nokkuð stórkostleg hugmynd, að vilja gefa yfirlit
yfir allt heimslífið á fáeinum blöðum, þá ráðumst vér engu
að síður í það, því rit þetta er svo lítið, en hið einstaka
svo mikið, að vér getum ekki farið öðruvísi að.
Blöðin hafa nú fyrir laungu flutt fregnirnar um styrj-
aldarlokin, og um það hvernig Parísarmenn börðust loksins
hvorr við annan, en einmitt þetta innbyrðis stríð er sá hlutur,
sem skjótlega hefir snúið hugum mannanna í nýja stefnu og
komið öðru sniði á allt líf Norðurálfunnar, að kalla má, en
áður var. Kaunar hefir verið drepið á þetta í J>jóðólfi og
í Skírni, en vér efumst um að menn eigi hægt með að
átta sig í því moldrvki af útlendum nöfnum sem þar eru
talin og sem íslendskt fólk ekki einusinni fær fram borið,
því höfundum þessum þykir það óþarfi sem forfeðrum vorum
þótti mest á ríða: að laga nöfnin eptir málinu, eða að minn-
sta kosti víkja þeim svo við að menn geti kveðið að þeim
— það er annað hvort í ökla eða eyra: útlend nöfn og orð,