Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 25

Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 25
27 kraptavevk, sem vér alltaf höfutn fyrir augum vorum, og sem vér aldrei munum fá skilið til fulls. Af öllum þeim spek- íngum, sem í fornöld leituðust við að rannsaka og skýra eðli hlutauna, er Aristoteles hinn spakasti og djúpsettasti, því hann rýndi eptir enum innri öflum, sem húa í hlutunum og leiða þá fram; en þótt hans skoðanir væri lagðar til grundvallar fyrir enum síðari rannsóknum heimspekínga og flestra fræðimanna, þá varð samt aðalniðurstaðan sú, að menn leiddust út í tómar skiptíngar eðaþað að flokka þekkínguna niður, svo hún varð eiginlega ekki annað en tóm niðurröðun, og bækurnar ekki annað en orðaha^kur til að fletta upp í hvar hvað eina ætti heima í tilverunni. Hinir innri kraptar hlutanna voru mönnum öldúngis huldir, og menn þektu þá ekki þó þeir væri upp slegnir eins og opin bók fyrir augum manna þessi aðferð komst inn í allar náttúrufræðisbækur, svo þær urðu ekki annað en eintóm skiptíng, eða nafnaþulur, og svona varð kennslan í skólunum: lærisveinarnir lærðu, og læra enn, þessar skiptíngarþulur, en þekkja ekki náttúr- unnar eiginlega eðli, sem heldur ekki er hægt að keuna, því það er miklu óaðgengilegra, og skiptíngarnar eru lykillinn að musteri náttúruunar. Cuvier var einn af þeim fyrstu, sem vísaði á hinn veginn, sem er að þekkja hin innri öfl, og nú hefir þetta smám saman komist inn í fræðibækurnar. að svo miklu leyti það er unnt að samlaga það þeirri kennslu, sem átt getur við úngmenni. Eannsóknirnar á eðli tilverunnar eða alheimsins hafa á enum seinustu tímum farið í þrjár aðalstefnur, sem eru þess- ar: 1, rannsóknir um sólina; 2, rannsóknir um uppruna og ættleiðíngu jurta og dýra, og 3, rannsóknir um sjálft mann- kynið eða mannfræði. Yér skulum fara fáum orðum um þessa hluti, sem nú eru komnir á nýtt sjónarmið hjá því sem áður var, þrátt fyrir það að enar eldri rannsóknir og skoðanir liggja til grundvallar og hafa hrundið þeim fram. Yér verðum og hér, eins og aunai'staðar, að taka fram fyrir oss.

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.