Gefn - 01.01.1872, Síða 27
29
gaungu Yenusar fyrir sólina, þá sendi yísindafélag Frakka
stjörnufróðan rnann til Austur-Indía, til þess að skoða þessa
náttúrusjón, því hún sást ekki á norðurhluta hnattarins. I
þann tínia var þetta heil forsendíng. því þá voru engin gufu-
skip til, né járnbrautir; menn voru hálft ár að fara það
sem menn fara nú á hálfum mánuði. En skipið var svo
lengi á leiðinni, að tíminn leið; Venusdagurinn, hinn 6.júní,
kom, og var alheiðríkur og skær, en þá var sjórinn svo ókyrr,
að ekkert varð að gert, og engin verkfæri notuð; ferðin varð
því ónýt í það sinn. En maðurinn lét ekki bugfallast, heldur
réð hann af að bíða næsta Venusdags í Indíum, í átta ár,
því 1769 átti Venus að gánga fyrir sólina í næsta sinn.
Dagurinn kom, heiður eins og fyr, en rétt í sama augna-
bliki sem jarðstjarnan sveif fyrir, þá dró lítið ský fyrir sólina,
svo allt varð að engu! — En annarstaðar voru menn ekki
svona óheppnir: þetta er einúngis sagt sem dæmi upp á
hversu miklum raunum slíkar rannsóknir sé undirorpnar.
Nú er aptur von á þessari sjón hinn 9da December 1874.
— Af þessu hafa meun ekki einúngis getað reiknað. hversu
fjarri sólin sé jörðunni og hversu stór hún sé, heldur og
einnig af jarðarfluginu hversu þúng hún sé; en þó vér nú
getum sett þetta á pappír með tölum og orðum, þá er það
samt öldúngis fráleitt, að mannlegur andi eða ímyndunar-
afl geti gripið það. Vér getum nefnt og talað margt sem
vér ekki skiljum. Sólin er tuttugu millíónir mílna lángt frá
jörðunni; hún er svo stór, að efjörðin væri í miðju hennar,
þá mundi túnglið geta runnið í kríng um jörðina og verið
samt í fimmtíu þúsund nn'lna fjarlægð frá jörðunni, eins
og það er, og þó væri enn eitthvað 40,000 mílur frá túnglinu
og að yfirborði sólarinnar eptir. Sólin vegur jafnt og þrjú-
hundruð fimmtíu og fimm þúsund vorar jarðir; hún er því
ekki þúng að því skapi sem hún er stór, því hún er fjórtán-
hundruð þúsund sinnum stærri enjörðin, en ekki nemaþrjú
hundruð fimmtíu og fimm þúsund sinnum þýngri. Af því
sólin sjálf er svona þúng, þá hljóta líka allir hlutir að vera