Gefn - 01.01.1872, Side 28

Gefn - 01.01.1872, Side 28
30 að því skapi þúngir, sem vér getum ímyndað oss að væn á sólinni. Ef vér ímyndum oss að þar sé menn og manna- verk — sem raunar ekki getur verið, eins og síðar mun sýnt verða — þá hlyti hvert vatnsglas þar að vega heilt lýsipund og maður sjálfur tólf skippund; eða, ef öll hlutföll ætti að vera samkvæm mikilleika sólarinnar, þá yrði menn þar að vera hærri en hæstu turnar og allt þar fram eptir götunum. Öll jarðnesk hlutfoll yrði þar að engu. — Hug- myndirnar um eðli sólarinnar voru lengi bygðar á þeim blettum, sem sjást á henni í gegnum lituðgler; og einkum hefir Herschel hinu eldri lagað þar eptir skoðun sína á þess- um hlut og (ásamt fleirum) þókst finna, að sólin veltist um ás sinn á hérumbil 25 dögum. Blettirnir eru dimmari en sjálfur sólarljóminn, og svo sýnist sem menn sjái í gegn- um ljómandi skýjavegg eða rofinn geislahjúp; sumir þessir blettir eru miklu stærri en allt yfirborð jarðarinnar; stundum ro fnar geislaljóminn, svo margir blettir renna saman og verða að einum; og af öllu þessu réðu menn það, að þessir dökku sólarblettir væri í rauninni sjálfur sólarhnötturinn, dimmur og svartur, en umkríngdur geislandi himinljóma, sem streymdi út við sólarmöndlana á líkan hátt og norðurljós og suðurljós við jarðarásana; menn gerðusér afþessu margar hugmyndir um að sólin væri bygður hnöttur og álitu það jafnvel óhugs- andi að slíkt feiknahvel ekki væri alsett skynsömum verum; sumir héldu þar væri sælustaður; sumir það gagnstæða, og hugsun mannanna tálmaðist ekki af neinni líkamlegri rann- sókn á þessu reikandi flugi, sem heldur ekki var von. Að engar verur með líkamlegu eða mannlegu eðli geti verið á yfirborði sólarinnar, hlýtur hverjum þeirn að vera auðsætt, sem hugsar um þetta með nokkurri eptirtekt. Slíkar verur geta ekki verið án vatnsvökva, og liann getur alls ekki verið þar sem sá hiti er, sem yfirgengur allt sem vér þekkjum á jörðunni. Hvað meira er, sólin er svo heit, að hún getur jafnvel ekki verið bráðin eldvella eða eins og glóandi dropi í geiminum; hiti hennar er svo mikill að hún

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.