Gefn - 01.01.1872, Page 29

Gefn - 01.01.1872, Page 29
31 hlytuv að vera lopthnöttur, þar sem enginn líkami getur átt sér fótfestu né samastað, þar sem ekki eitt einasta jarðneskt sandkorn getur hugsast. Hún er þess vegna án alls jarðnesks lífs; því ef það væri á sólinni, þá hlyti líka ský að vera í kríngum hana eins og jörðina; en hún er sífeldlega kríngd heiðríku og skýlausu himinrúmi, eins og túnglið. Bn hverjum skyldi detta í hug, að menn geti rannsakað sólina inni í herbergi sjálfs sín, og fundið hver efni sé í henni? Og þó erþessu þannigvarið. J>etta verður einmitt með sólargeislanum. Sólarljósið er í sjálfu sér hvítt eða litarlaust; en eins og allir vita, þá skiptist það í sjö liti, sem koma fram í regnboganum. Láti menn uú sólargeisla falla inn í dimt herbergi í gegnum þraungva rifu, og haldi þrístrendu gleri fyrir, þá sjást enir sömu litir og þeir sem í regnboganum eru. Með nákvæmari skoðan, semfyrst var gerð afWolla- ston 1802, og síðan af Fraunhofer 1817, komust menn að því, að í þessum regnbogalitum eru svartar rákir hér og hvar — þær eru kendar við Braunhofer, þó honum ekki auðnaðist að lifa þá dýrðlegu uppgötvan sem afþeini leiddi, því einmitt þessar svörtu rákir segja frá efnissamsetníngi sólarinnar, hún ritar sjálf þetta furðulega mál, þessar rúnir sem nú er loksins búið að ráða. þ>essi uppgötvan er gerð af Kirchhoflf fyrir fám árum. Hann skoðaði sólargeislann í megnu stækkunargleri, og fann í honum mörg þúsund svartar rákir, þar sem Fraunhofer ekki hafði fundið nema átta. Nú hafa menn hitað bæði lopttegundir og málma og gert þá glóandi, ok skoðað Ijós þeirra í stækkunarglerum, og fundið af því samhljóðan á milli þeirra og sólarljóssins, og með þessu móti hafa menn getað sannað, að í sólinni sé að mestu leyti en sömu efni, sem á jörðunni eru, en sem glóandi lopt, og ekki hörð eða þétt. Menn vita þannig, að í 500 stiga hita er járnstaung dimmrauð að lit; en magnist hitinn, þá tekur hún litaskiptum og verður ljósrauð, rauðgul og ljósgul, og loksins öldúngis hvítglóandi. Skoði menn í

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.