Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 33
35
ljósinu merkja það, að hún hefir þar mist geislana, annað
hvort í sjálfri sér, eða þá á leiðinni í gegnum himingeiminn.
Menn hafa einnig skoðað stjörnuljós á þenna hátt, og fundið
hið sama: menn hafa þar fundið hin sömu frumefni og á
vorum hnetti, og með þessu móti hafa menn og fundið, að
í sumum stjörnum hafa orðið þær breytíngar fyrir vormn
augum, sem mundu hafa eyðilagt allt líf á jörðunni í einu
vetfángi, ef þær hefði orðið í sólinni.
Frakkneskur maður, Faye að nafni, hetir nú komið upp
meö nýja skoðun á eðli sólarinnar, sem raunar styðst við
uppgötvan þeirra Fi'aunhofers og Kirchhoffs, en þó einnig við
annað meira. Menn ímynda ser venjulega, að einn hlutur
hljóti að vera því heitari, sem hann er bjartari; en því er
ekki svo varið. þegar bráðnir hlutir hitna svo mjög, að
þeir verða að lopti, þá dofnar Ijós þeirra. Láti menn ein-
hvern fastan eða harðan líkama í þennan hita, þávex ljósið
þegar líkaminn verður glóandi. það sem gerir kertaljós
skært lýsandi, það er ekki tólgin, og ekki kveikurinn; en
það er kol, sem er ósýnilega sveimaudi sem dupt í lopthit-
anum. Á þessum hlut hefir Faye bygt, skoðan sína á
sólareölinu, sem yfirgengur allt sem mönnum híngað til hefir
dottið í hug, en sem menn alltaf fallast á meir og meir.
Samkvæmt þessari skoðan er sóliu ekki annað en lopt, eða
þéttur lopthnöttur, eins þúngur og áður er sagt (því samau-
þrýst lopt er mjög þúngt), en svo heitur að þar getur enginn
líkami verið, hvorki bráðinn né óbráðinn; utanum þennan
lopthnött myndast nokkurs konar skurn, af því þar er nokkuð
minni hiti en innan í sjálfum hnettinum; en þetta skurn,
sem svífur í lopti utan um sjálfan lopthnöttinn, getur elrki
haldist óbrotið, heldur hrynur það hvað eptir annað ofan í
lopthnöttinn, sem fyrir vorum augum sýnist dimmur, þótt
hann í rauninni sé glóandi, því enir föstu líkamspartar,
sem myndast við storknanina, magna ljósaflið, svo þar af
leiðir, að skurnið glóir meir en lopthnötturinn sem fyrir
innan er; þegar þetta hrynur þannig inn, til þess að verða
3*