Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 35

Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 35
37 á vorurn tímurn. Menn trúðu almennt að myndan jarðarinnar hefði deiist í tímabil, eða hefði orðið með hríðum, og í hverri hríð hefði allt líf dáið út og skapast svo aptur að nýju; enn fremur trúðu menn lengi fram eptir, að dýr og jurtir, að minnsta kosti af lægri flokkum, mynduðust af sjálfum sér, eins og Snorri segir um dvergana, að þeir hafi »kviknað« sem maðkar í moldu. Á móti þessari »kviknau« hefir fyrir laungu verið ritað og sannað að hún ekki gæti átt sér stað á þanu hátt sem menn höfðu hugsað sér. En engu að síður gátu menn ekki losað sig við þá ímyndun, að hverr flokkur, jafn vel hvert kyn, hefbi verið skapað út af fyrir sig, og væri því eiginlega frummynd. Lamark kom raunar fram með þá kenníngu, að allar lifandi verur væri samanhángandi festi, samtengd með beinlínis skyldleika eins og börn og foreldri; en bæði var það að kenníng hans var nokkuð óljós, og svo voru menn þá enn ekki orðnir færir um að taka á móti henni; þvert á móti hæddust menn að heuni og álitu hana sem tóman hugarburð, og emr helstu náttúrufræðíngar tíðkuðu mjög að líkja náttúruhlutunum við »möskva í neti« — þeir sýndu þar með, að þeir raunar höfðu orðið snortnir af kenníngu Lamarks, en þorðu þó ekki að fylgja henni, en vildu sigla milli skers og báru. J>essari vísindalegu hálfvelgju sópaði Darwin á burtu með öruggu viðbragði árið 1859, og brá öllum svo við, að svo má segja sem skoðanin á náttúrunni þá þegar færi út af stethu sinni, þeirri er áður hafði hún. Menn fóru að taka eptir ýmsum hlutum, sem einhvern tíma hefði þókt óvísindalegir, svo sem til að mynda hvernig mold sú væri sem hæns rótuðu og flytti með sér — því í henni fundust frækorn, svo hænsnin fluttu jurtirnar á þá staði sem þær annars hefði ekki komist — og margt þvílíkt. Aðalgáng- urinn í keuníngu Darwins er í rauninni sá, að allt sem lifir, bæði jurtir og dýr, sé komið af einui einustu frummynd, en hafi tekið ótal breytíngum og ummyndunum í framsókn aldanna og af ýmsum tilfallandi orsökum, svo þar af hafi

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.