Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 37
39
þetta frumefni lífsins er það sem náttúrufræðíngarnir kalla
»protoplasma«, setn eiginlega merkir ekki annað en »frum-
mynd«, það er: lífsefni. Úrþessuefni myndast upprunalega
sér hvert egg hvers dýrs sem er, sér hvert fræ allra jurta
eða réttara sagt: sér hvert frumkorn (cella) felur í sér einn
dropa af þessu lífsefni (protoplasma), og frumkornið lifir því
að eins, að lífsefnið sé í því; ef það er horfið á einhvern
hátt, þá þorriar frumkornið og deyr. J>etta lífsefni er seigt
og hvítleitt að lit, líkt og hvíta í eggi, og í því eru ofur
smá korn, sem ekki sjást með berum augum; þessi korn eru
segulmögnuð og hreifast til og frá. J>egar þau verða fyrir
áhrifum ljóss eða hita, þá komast þau úr jafnvægi sínu og
dragast saman og ummyndast margvíslega, og þá fer lífið
eiginlega að myndast. f>að lítur jafnvel svo út, sem menn
eigi ekki svo lángt í land til þess að geta myndað þetta
lífsefni og þar með lífið, því Berthelot hefir tekist að búa
til ýmisleg skyld efni, sem áður var haldið ómögulegt að
framleiða af manna völdum, og jafnvel Berzelius lýsti það
óhæfu, og honum trúðu náttúrlega allir. En nú eru menn
komnir lengra. Berthelot lét efnin í glerflöskur og lét þau
standa vikum og mánuðum saman í ofsahita, allt að 200
stigum, og þá sameinuðust þau og urðu að því sem menn
grunaði aldrei að yrði framleitt af mönnum. Hann áleit
mest undir því komið, að hitinn væri nógur og þrýstíngin mikil,
bæði þannig að flöskurnar væri vel luktar, og svo að efnin
gætu þrýst hvort að öðru: á sama hátt hefir lífsefnið mynd-
ast í höfum hnattarins, rneðan þau voru heit og allt loptið
lángt yfir suðuhita; sjór og lopt sameinuðust til þess að
þrýsta fast að efnunum og þjappa þeim saman, og af þessari
sameiníngu varð lífsefnið eins og glæta eða hlaup á marar-
botni, eins og vér drápum á hér á undan.
Til þess að komast eptir þessum hlutum öllum, hefir
Darwin rannsakað svo mikil feiku af jurtum og dýrum, að
furðu gegnir. Hann rannsakaði allar tegundir taminna dýra