Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 38
40
svo þúsuiidum skipti, til að sjá hvernig þau æxluðust og
hvernig lífernishættir þeirra gripi inn í vöxt þeirra og við-
gáng. Eiuúngis enar ítarlegu rannsóknir hans um flutníng
enna lifandi hluta mundu geta veitt horium ódauðlega frægð.
Hann prófaði, hversu lengi jurta fræ gæti varðveitt vaxtar-
eðlið í sjó, eða í sarpi fugla; hversu lengi vaxtareðli
frækornanna gæti haldist við, ef sá fugl, sem etur korn, er
drepinu og etinn af ránfugli, sem lifir á kjöti, svo fræ-
kornin verða að vera um hríð í maga ránfuglsins; hann
rannsakaði flutníug dýra og jurta á jökum og ísflögum, og
að mestu leyti hefir honum tekistað sýna og sanna saman-
hengi dýra og jurtalífsins allt í frá norðurhjara hnattarins
og suður á Falklands eyjar. Hann sýndi, hvernig metn-
íngur og fegurðartilfinníng dýranna ræður æxluninni, eins
og þegar kvennfuglar flykkjast að þeim karlfuglinum sem
fegurstur er, en hirða ekki um hinn sem hefir mist tjaður-
djásn sitt í áflogunum; hann sýndi, að margar jurtir ekki
með nokkru móti geta æxlast, nema því að eins að fljúgandi
skorkvikindi beri sæðið frá karljurtinni yfir á kvennjurtina.
Sumt af þessu þektu menn raunar áður, en allt á stángli,
og því var ekki eiginlega gefinn neinn gaumur; það var
álitið eins og eitthvað merkilegt náttúruafbrigði, en mönnum
datt enn ekki í hug, að þetta væri föst og óbrigðul lög, sem
náttúran fylgdi. Hann sýndi, að barátta og stríð dýranna
stendur í nánu sambandi við æxlun þeirra og iífsmyndan;
að náttúran ekki hleypir að hverri rnynd, heldur kýs þær
sem hæfilegar eru, en hafnar hinum, og yfir höfuð leiddi
hann menn á nýjan veg, eptir að Linné, Cuvier og fleiri
voru búnir að opna musteri náttúrunnar með lyklum skipt-
íngaiinnar og ennar samlíkjandi limafræði.
3. Eannsóknirnar um sjálft mannkynið eða mannfræðin
er hin þriðja stefna ens vísindalega lífs vorra tíma. þessar
rannsóknir deilast í ýmsar greinir — vér getum sagt, að
öll fornfræði og náttúrufræði stefni að þessu takmarki: að
þekkja sjálfan sig. Tilvera mannsins er nú jafnvel enn