Gefn - 01.01.1872, Page 47

Gefn - 01.01.1872, Page 47
49 landið; þángað fór ekki snauður skríll og þorparalýður í eintómu gróðaskyni eða af tómri ueyð, og ekki þjófar og bófar; heldur voru það efnaðir menn, sem fluttu með sér bú og fé — að margir þeirra voru víkíngar og vígamenn, sem vegna þess leituðu þar friðlands, verður að skoðast á allt annan hátt en menn skoða nú þjófa og ránsmenn. Víkíng og vígaferli voru á þeim tímum raunar ólög, því það hafa þau ætíð verið, en það var álitið sem frami en ekki sem skömm — allt lífið helgaði þessa hluti, sem nú eru orðnir glæpir. }>á var ekki kominn í menn þessi þjóðernis- rígur, sem nú ræður allstaðar og gerir menn eintrjáníngslega og stirða um leið og þjóðernistilfinníngin styrkir og eflir andann: menn bölvuðuþá ekki landinu; mönnum faunstþað ekki kaldara né ófarsælla en önnur lönd — miklu fremur farsælla og betra að mörgu leyti. því það veitti mönnum nóg til viðurværis og þar að auki traust hæli fyrir öðrum mönnum, og fornmenn tóku það skýlaust og öfluglega fram, hversu vænt þeim þætti um fjarlægð landsins og þann víða óendanlega sjáfargeim, um Kán og Ægi sem í ólgandi öldum og breiðum bárum spenntu heiminn með óvægum örmum og héldu yfir enni nýju ættjörðu farsæld og friði fyrir öðrum löndum og þjóðum, þótt sjálfir landnámsmenn og þeirra niðjar elti grátt siifur á sinni eigin óðaltorfu. þessi barátta landsmanna hvors við anuan er með jöfnuði, því þar gánga báðir jafnir að vígi; en allt öðru máli er að gegna þegar aðrir eldri landsmenu eru fyrir, sem vilja verja land sitt, eu eru ekki færir um það, af því afl og menntan komumanna er miklu meiri. J>etta finnum vér þegar er fslendíngar fundu Ameríku, þá lenti þeim saman við landsmenn þar, sem þeir kölluðu Skrælingja — Skrælíu- gjarnir urðu undir, það sem það var; því í rauninni hirtu Íslendíngar ekki um að ílengjast þar, og gátu það heldur ekki ýmsra orsaka vegna. |>ar varð þess vegna engin lángvinn styrjöld eða manndráp, þar sem hvorutveggi flokkurinn hvarf 4

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.