Gefn - 01.01.1872, Síða 49

Gefn - 01.01.1872, Síða 49
51 bökur mjökuðu sér át'ram eptir fjörunni. Skógar sýndust í fjarska, en dimmir og óhvrir, og leitst mönnum ráðlegast að halda þar ekki að. Nokkru síðar varð sjórinn aptur kyrr eins og stöðuvatn, og varla neinn munur fannst á ílóði og fjöru. Um fjöruna varð loptið allt fullt af ólyfjan og illum daun af fjölda sædýra og jurta, sem rotnuðu og úldnuðu í enum steikjandi sólarhita; á sjáfarbökkunum uxu undarlegar jurtir, allar þyrnum og göddum settar, svo ekki var unnt að komast þar í gegn; dauðalegar leirtjarnir lágu þar fram með, og ódrekkandi vatn í, og ólíft nema krókódílum og öðrum vatnaskrímslum. Allt í einu sortnaði allur himininn og regnið steyptist í stórtióði niður á jörðina, reiðarþrum- urnar gengu hvor á aðra ofan og allt loptið stóð í björtu báli af eldíngum. J>ar sem mönnum varð á að lenda, þar hittu þeir undarlegar skepnur í mannlegri mynd, líkari tröll- um en mönnum, klæðlausar og kolmórauðar að lit, ogþessir villimenn drápu skipverja bvenær og hvar sem auðið var — þannig lýstu Hollendíngar Ástralíu, því þetta var megin- landið þar, þó þeir héldi að það væri Nýja Gínea. það yrði of lángt að telja hér allar þær tilraunir, sem Hollendíngar gerðu til landaleita á þessum stöðvum; mörg- um skipum barst á, sum hurfu með öllu, skipverjar voru drepnir af villiþjóðunum, og allt gekk sem öndverðast. Árið 1642 sigldi Tasman í kríngum Holland hið nýja. 24. November sást land í landnorðri, og var hærra og fjöllóttara en menn annars voru vanir. Tasman gaf landinu nafn og kallaði Yan Diemens land, eptir landstjóranum í Batavía, sem Van Diemen hét. þaö var fjöllótt land og skógi vaxið; enga menn fundu þeir þar, en á eikarstofnum sáust högg eins og gerð með steinvopnum og voru limm fet milli hvors; þóktust menn skilja að hér mundi risar byggja og höfðu sig þaðan sem skjótast, meðfram líka af því að skruðníngar miklir og óhljóð höfðu heyrst af landi ofan. Allt þókti þeim þar samt ömurlegt, sem von var, •1*

x

Gefn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.