Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 50

Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 50
52 því landgæði og fegurð Javalandsins stóð þeim fyrir hug- skoíssjónum, og þar var raunar betra og fegra land. Eptir margar raunir og mikið tjón gáfust Hollendíngar loksins upp, því þeir komust aldrei svo lángt að þeir kvnni að meta eðli þessara landa. Van Diemens land lá í eyði þángað til 1803, að Englendingar bygðu þar og sendu þángað sextán óbótamenn, tíu kartmenn og sex kvennmenn, sem hermannaforíngi nokkurr átti að gæta ásamt með sex dátum. Nylenda þessi óx bráðum, er miklu fleira af þess konar fólki bættist við ; en við ill kjör hlutu þeir lengi að búa, því það fór með þetta land eins og ísland forðum: enginn vissi hvað landið eiginlega var. Að það var nýlenda, vissu menn raunar; en á Englandi, þar sem aðalstjórnin var, héldu menn það væri nýlenda frá Nýja Suðurvales; og á Nýja Suðurvales héldu menn það væri nýlenda frá Englandi. (Nýja Suðurvales liggur á sjálfu Hollandi enu nýja og er en elsta nýlenda þar). Af þessu leiddi. að þegar eitthvað þurfti að ákveða eða gera við Van Diemens land, þá vís- aði hverr frá sér og allt gekk í tómum rekstri og bréfa- skriptum á milli Englands og Nýja Suðurvales, og þá stóð marga mánuði á hverri ferð; en á meðan fékk fólkið á Van Diemens landi ekkert til viðurværis, og mundi hafa hrunið niður, ef þá hefði ekki úað þar í skógunum af strútsfugl- um og öðrum dýrum, sem menn veiddu sér til matar; menn urðu jafn vel að eta þáng og marhálm, og brauð eða korn sást ekki í marga mánuði; en ekki varð þessu fólki, sem var hinn versti skríll og dæmdur til æfilángrar þrælkunar fyrir stórglæpi, með nokkru móti haldið til að yrkja jörð- ina. þvert á móti var ómögulegt að halda yfir þeim neinni stjórn; þeir struku hópum saman og lögðust út, og árið 1812 voru þar orðnir 28 stigamenn saman í flokki, og hét sá Hove, er fyrir þeim var, alræmdur stigamaður sem hengja átti á Englandi, en fékk lausn með því móti hann færi þángað og kæmi aldrei aptur. þeir stálu hestum úr ný- lendunni, sem þángað höfðu verið fluttir og voru þeir svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.