Gefn - 01.01.1872, Page 52

Gefn - 01.01.1872, Page 52
54 lægustu smalakofum. Loksins tóku þrír menn sig saman um að svíkja liann og drepa, og þeim tókst þáloksins með mikilli þraut að berja hann í hel með byssuskeptum. Vér tökum það upp aptur, að þetta var árið átjánhund- ruð og tólf; og þetta er einúngis eitt dæmi af mörgum uppá nýlendulífið, eins og það var í upphafi vega sinna, og þannig hefir það allstaðar verið þar sem Englendíngar hafa átt hlut að. Aðaiorsök þessa ástands var sú, að meginhluti nýlend- umanna voru þjófar og bófar, sem voru fluttir þángað í út- legð frá Englandi og voru haldnir í stórhópum og látnir vinna þrælaverk, höggva við og grjót: þeir voru á gráum og gulum fötum og merktir sem dýr eða dátar, og fætur þeirra í járnhöptum svo þeir gæti ekki hlaupið á burtu. Arið 1842 voru þar alls 79,000 manna, og þar af 20,000 þræla, og sáu menn þá úr því, að ógjörníngur var að fjölga þar glæpamönnum; allt fólkið afsagði þá, svo það var loks- ins af tekið 1854; en 1826 hafði landið verið gert að frjálsri nýlendu með sjálfsforræði, eins og önnur slík lönd Engla; þá var og landið skírt á ný og kallað Tasmanía, afTasman, sem fvrr var getið, því mönnum þótti sér misboðið með þvi að sagt var af hótfindni »Van Demonians« (í stað Van Diemen), sem merkir djöflasyni eða púkaniðja, og miunti þá óþægilega á að þeir áttu ætt sína til þræla að rekja. Mjög seint hefir landi þessu miðað áfram, þótt þar sé mjög gott land fyrir Norðurálfumenn. 1854 voru þar 64,874 menn (þar af 11,718 enskir þrælar og 16 innfæddir menn). 1857 voru þar 80,000 og nú eru þar hérumbil 100,000. þ>ar eru tveir aðalkaupstaðir, Hóbarttún ogLank- estún; í enum fyrra búa 20,000, en í enum síðarnefnda 11,000 menn. þetta eru alltsaman aðkomumenn, án alls þjóðernis og allra þess konar tilfinnínga, þeir hafa engar bókmenntir sér og enga endurminníngu um neina fornöld; þeir eru eiginlega breinglaðir Englendíngar og ekkert ann- að. Arið 1866 nam verzlunin 12 millíónum dala, enmenn

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.