Gefn - 01.01.1872, Page 54

Gefn - 01.01.1872, Page 54
56 nienn sér við að skera eyru og nef af eyjarskeggjum og sleppa þeim síðan. Arið 1824 var auglýsíng látin út gánga, þess efnis að enir svörtu menn væri undir vernd enna ensku laga, og var jafnhörð refsíng lögð við. ef eyjarskeggjum væri misboðið, eins og ef það væri Evrópumeun; en þetta hjálpaði ekkert, eins og nærri má geta, því hvoiki skildu eyjarskeggjar málið á auglýsíngunni — en sjálfir hötðu þeir ekkert þess konar mál sem yrði notað til slíkra hluta — og þar að auki var drápstríðið ekki einúngis byrjað. heldur og hafði það þá staðið í tuttugu ár, svo ekki var að vænta að því yrði út rýmt með einni ónýtri auglýsíngu. Hvorir um sig, Englendíngar og evjarskeggjar, álitu það skyldu sína að drepa hvorn annan niður, hvar sem færi var á; Englar höfðu byssur og því gekk þeirn ávallt betur, en eyjarskeggjar höfðu laung spjót, en raun gaf vitni um, að þeir höfðu ekki »fundið upp púdrið«. Á þessu sjáum vér og, hvernig farið muni hafa á milli Skrælíngja og Græn- lendínga forðum: þar voru hlutföllin miklu öðruvísi, því Grænlendíngar, sem þá voru sú hin siðaða þjóðin, höfðu ekki byssur, og urðu því ofurliði bornir af mannfjöldanum — öldúngis eins mnndi hafa farið fyrir Englendingum, ef eins hefði staðið á, Sökum þess að »lögin« gerðu eyjarskeggja jafna hinum »siðuðu« mönnum, þá leiddi þar af, að sama hegníng hlaut að gánga yfir eyjarskeggja, ef þeir ynni til hennar. j'eir voru þá látnir mæta fyrir »réttinum«, sem þeir ekkert skildu í og sem ekki skildi þá, allt gekk í bendíngum og svo voru þeir bengdir með bendíngum. Eyjarskeggjar álitu þetta ekki sem hegníngu, heldur sem morð, og stríðið versnaði æ því meir. Englendíngar voru búnir að æsa eyjar- skeggja svo upp með grimd sinni og fúlmennsku, að þeir ekki gátu farið fet nema vopnaðir, því í hverjum runni duldist evjarbúi með spjót; og stundum tóku Englendíngar sig samau og fóru í hóp á þessar mannaveiðar, ætíð í því yfirskyni að þeir væri »að tryggja lönd sín og eignir«, en

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.