Gefn - 01.01.1872, Qupperneq 55
57
þeir hvorki gátu né gerðu það rneð öðru móti en þvi að
drepa eyjarskeggja. Margar raunasögur eru um þetta efni;
hér er eintil dæmis: Eitthvert sinn varðvartvið hóp eyjar-
skeggja, það voru menn, konur og börn, sem voru að verma
sig við eld í skógi. Strax þóttust nýlendumenn þurfa að
reka þá burtu, svo þeir væri þar ekki í nágrenninu, og nú
læddust þeir inn í skóginn. En þegar þeir voru komnir all-
nærri eyjarskeggjum, þá geltu hundar þeirra, svo allt fólkið
þusti á fætur, en hrundi niður í sama augnabliki, því skotin
dundu á þeim hvaðanæfa; eptir þenna »sigur« fóru enir
»siðuðu« að kanna valinn og fundu þar eitt lifandi harn —
þeir fleygðu því í eldinn.
Eptir því sem tímarnir liðu fram og menn vrktu landið
meir, þá fengu eyjarskeggjar líka meira að starfa, þeir gátu
spillt miklu meiru: þá hrendu þeir bæi og akra og drápu
þá sem þeir náðu eins og fyr. Hermannaflokkar voru opt
sendir út um land til þess að reyna til að ná eyjarskeggjum,
en það tókst mjög sjaldan, og þar að auki var dátunum ekki
mikið um slíkar ferðir. Loksins réði stjórnin það af árið
1830, að reyna til að ná öllum eyjarskeggjum á sitt vald í
senn, til þess að binda enda á þennan sífeldlega ófrið. Liðið
var látið fara í fylkíngum þvert yfir eyna, en millibil voru
samt á milli fylkínganna, og áttu því ríðandi hermenn að
hleypa þar á milli til og frá, svo enginn kæmist undan.
þessi herbúnaður var framinn með mikilli alvöru og stórmenn-
sku, gulllagðir riddarar þeystu á harða flugi frá einum stað
til annars og það var ekki annað að sjá en fremja ætti eitt-
hvert ógurlegt stórvirki. fiannig leið nokkurr tími, og
hlöðiu, sem allstaðar eru eins og óþefurinn, höfðu stóreflis
hersögur að færa um grimdar bardaga og skelfileg mann-
dráp og mannfall af hvorutveggjum. En það fór svo fjarri
að nokkur hæfa væri í þessu, að ekki varð vart við nokkurn
einn einasta svartan mann — stundum voru þeir að skjóta
á eikarstofna, og svo gáfust þeir upp um síðir, þegar eng-
inn fannst.