Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 61
63
Athugasemd.
Yið skoðanina á nafninu «Noregr» fGefn II 2. 79—84)
má hér bæta, að þetta orð (sem sumstaðar er ritað «Nor-
igr») getur í rauninni verið sama orðið og hið finnska
<<nirkko», oddur, tángi, og hið lappska «njarg», sem merkir
nes eða tánga sem gengur í sjó frarn; á Pinnmörk er þetta
nafn víða, t. a. m. Varjag eða Vargag-njarg, Eago-njarg,
Korgosj-njarg, Spirle-njarg, Gallo-njarg: öll þessi nes gánga
út í ishafið; í Enara-vatni er Keia-njarg. petta gæti og
verið síðari hluti orðsins Blesa-nergr (sem er gullfjall «fyrir
norðan Dumbshaf» í Hálfdánar sögu Eysteinssonar: hvað
blesa- sé hér, veit eg ekki enn, því eg get ekki komið því
heim við blesa, blesöttan hest, né blesu; eg veit heldur
ekki hvað það merkir í Kvillauus blesi, Gunnólfr blesi og
Ásbjörn skeija-blesi; Blesa-nergr er án efa en rétta mynd
og er svo ritað á skinnb. A M 343. 4°; Blesavergr á AM
342. 4°; Blesamergr á A. M 591 c 4° og því hefir |>or-
móður Torfason fylgt í Noregssögu). — J>etta hið mikla
nes, som nú nefnist Noregr og Svíaríki, kölluðu því enar
fornu Finnaþjóðir «nirkko» eða «njarg», nesið; en að þeir
hafi haft yfirlit yfir það og fundið að það var höfum lukt
öllum meginn ema norður við Finnmörk, má álíta sem sjálf-
sagt, því slíkar tilfiuníngar um löndin höfðu allar fornar
þjóðir. Úr þessum orðum gátu síðan myndast nöfnin Ne-
rigon, Neríki og Noregr, þó þau nú ekki gildi um gjörvallt
«nesið», og þau koma ekki í neinn bága við nöfnin Coda-
novia eða Scandinavia, sem eru miklu sunnar og eiginlega ekki
nema í Danmörk og á Skáni. Orðið «njarg» lifir enn í dag