Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Page 1

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Page 1
1882. - *rið 1882 er óefað eitt af hinum mestu óaldarárum, semdun- ið hafa yfir land vort á þessari öld, og skildi svo við land og lýð, að að öllu samtöldu gengur næst afleiðingum Reykjarharð- indanna fyrir 100 árum, J»ó að mikið vanti á að ]>að sje enn pá búið að reisa sjer eins hræðilegan minnisvarða sem þau gjörðu. J»að er líka mikill munur á hag landsmanna pá og nú. Verzlunareinokun- in pjakaði mönnum pá, en nú, einkum petta ár mátti telja verzlun í hagstæðasta lagi hjer á landi þar sem nokkur verzl- un varð. J>á voru pað æðandi jarðeldar, er eyddu heil hjeruð og drápu fjenað manna hrönnum, og dreifðu ösku og brennisteini um land allt um sumarið, og eitruðu svo allan gróður, að fje dó af í fullum holdum, svo að tæpur sjöundi hluti fjár lifði af. Nú eru pað hafísar, er hafa náð slíku tangarhaldi á landinu, að peir slepptu pví eigi fyr en seint og síðar meir, og höfðu í för með sjer slíkt illviðri í sumum hlutum landsins, að sumarið varð að vetri, og snjór og hríðar voru altíðust um sláttinn. Gras greri seint og illa, og varð eigi hirt, og varð pað að stór- tjóni. En auk pessara landplága, sem hafa sín 1 hvoru lagi veitt íslendingum slíkan hnekki á pessu 100 ára bili, kom nú í viðhót landfarsótt, er geisaði yfir land aflt, og vann slíkt tjón, að pað mun seint fulltalið, hæði með manndauða og verkaspilli. Arið skildi svo við, að sumar sveitir voru nærfellt skepnulausar, bjargarlausar og allslausar, og áttu einskis ann- ars úrkosti en flýja á náðir peirra, sem betur gátu, eða fara á ver- gang. Skipsfarmar af gjöfum frá útlendingum geta eigi ljett neyðinni nema um stundarsakir, og sumir voru jafnvel orðnir á peirri skoðun, að bezt væri að gefa að eins til pess að nokkr- ar púsundir purfamanna gæti komizt til Ameríku, og má vera að peir haíi eigi með öllu rangt fyrir sjer í pví. l

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.