Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Side 8

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Side 8
8 STJÓRN. hjer um bil við hið sama j>ar enn. Síðan hefir víðar hrytt á hinu sama t. d. á Hofi í Vopnafirði í sumar, þó að par kæmist lag á milli prests og safnaðar; höfðu peir heðið umannan, en fengu eigi. A pinginu í fyrra voru samin lög um kosning presta, og voru pau send konungi til staðfestingar, en fengu eigi, og ritaði ráðgjafi landshöfðingja brjef, pess efnis, að pað væri ógjörningur að fá alpýðu í hendur að kjósa sjer sjálfir «embættismenn landstjórnarinnar» (pví að pað eru prestarnir auk pess að vera sálnahirðar, meðan ríki og kirkja er óaðskilið), sem hún myndi og hafa lítið vit á. Kvaðst ráðgjafi af pessum og fleirum ástæðum, og samkvæmt tillögum landshöfðingja, hafa lagt á móti pví að lögin væri sampykkt. En prátt fyrir petta hafa pó söfnuðir eigi látið af að mælast til að sjer mætti gefast kostur á að minnsta kosti að velja úr peim, er um sækti, en hingað til hefir pví lítið verið skeytt. pað er öll von til að söfnuði langi til að vera lausir við pá presta, sem eru kunnir að óreglu, eða ósæmilegu athæfi manna á meðal, pó að pað sje eigi víst að veitingarvaldinu sje pað kunnugt, og langi til að fá heldur pann prest, sem peir pekkja að góðu einu; en pó getur slíkt vald í peirra höndum verið illa komið. Sigurgeir heitir maður, og erJakobsson; hann hefir verið prestur á Gfrund í Eyjafirði síðan 1860. Hann hefir allajafna verið drykkju- maður mikill, svo að legið hefir við að hann yrði settur af kjóli og kalli, en eigi orðið af. Loksins fóru pó svo að taka út yfir stórhneykslanir hans, að hann var kærður fyrir dómi, og bornar slíkar sögur í kærunni, að pað hefði pótt ýkjur, ef staðið hefði í skáldsögu; en sá var munurinn, að petta var satt sagt. En pó tók út yfir allt, að milli 30 og 40 manna úr sóknum hans skrifuðu biskupi til 1879, pegar búið var að höfða drykkju- skaparmálið, og kváðust ekkert hafa að finna að presti, og mæltust til að liann mætti vera óáreyttur; en pá var málið komið svo á veg, að pví var eigi gegnt. þetta dæmi bendir pó á, að söfnuðum er eigi ávalt treystandi til að kjósa presta, eða velja pá, svo sómi sje að. Sigurgeir prestur var dæmdur frá kjóli og kalli 1882. En pað er eigi nóg með pað, að menn hafa látið í ljós fulla óánægju sína með ýmsar aðgjörðir veit- ingarvaldsins í pessu efni, heldur hefir hún og komið fram í öðrum kirkjumálum, t. d. út af brauðaskipunarlögunum 27. febr.

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.