Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Síða 10

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Síða 10
10 STJÓRN. sem síðar rrmii sagt verða. Yiðvíkjandi póstmálunum er pess getandi, að ákveðið var, að póstmerki hin íslenzku skyldu vera með sama lit og önnur póstmerki í póstsambandinu, og var pví breytt svo til, að 5 aura póstmerki skyldi hjeðan af vera græn á lit, 20 a. blá, og 40 a. lifrauð, og skyldi pau notuð frá 1. degi júlímánaðar. |>á voru og 3 aura merki upp tekin. Vegabötum var haldið ótrauðlega áfram par sem pví varð annars við komið fyrir fönnum og illviðrum. Má helzt til-nefna, að tekið var að byrja að leggja nýjan veg yflr Mosfellsheiði, og gjört við Svínahraunsveginum, sem nær var orðinn ónýtur, og lokið vegargjörð yíir Hellisheiði. Svo var og farið að hyrja á nýjum vegi yfir Vaðlaheiði, og lokið vegargjörð yfir Siglufjarð- arskarð. Veginum á Grímstungnaheiði var og haldið áfram. Svo var og allmiklu fje og tíma varið til póstleiða í sveitum og sýsluvega. Brúargjörðir voru litlar, nema hrúin komst á aðra kvíslina á Skjálfandafljóti, en ákveðið var, að 600 kr. af fje pví, er lagt var til sýsluvega í Skagafjarðarsýslu, skyldi varið til brúargjörðar á Valagilsá; pá var og ákveðið, að hyggja skyldi að nýju hrúna á Jökulsá á Jökuldal (á Brú), par eð liún væri farin að gjörast ærið fornfáleg. Var gjört ráð fyrir að skrifa Tryggva kaupstjóra Gunnarssyni, og hiðja hann að annast um að kaupa brúna, og var ætlazt á að sjóður brúarinnar mundi nægja til kostnaðarins (1882 um 3350 kr.). Af peim 20000 kr., sem alpingi, hafði veitt til aðgjörðar fjallvegum og sýsluvegum úthlutaði landshöfðingi beinlínis til pessa 19650 kr., og var peim skipt pannig niður: Til vegarins á Yxnadalsheiði........................ 250 kr. —- Siglufjarðarskarðs og Vatnsskarðs................ 1400 — — Vaðlaheiðarvegarins ............................. 2000 — — Dimmafjallgarðs og Vestdalsheiðar................ 1500 — — Sæluhúss á Mývatnsöræfum ........................ 1000 — — Grímstungnaheiðar ................•............. 1500 — — Hellisheiðar, Svínahrauns og Mosfellsheiðar . • • • • 3000 — — ]>orskafj.heiðar, Bröttuhrekku, Laxárdalsheiðar og Haukadalsheiðar ................................. 3000 — — sýsluvega um land allt (N. og A. umd. 2500, í V. umd. 1500, og í S. umd. 2000) ............... 6000 — Styrkur aj landssjóði var veittur til margs og mörgum,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.