Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Síða 14

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Síða 14
14 STJÓRN. inu, biskupsins, landfógetans og liins umboðslega endurskoðanda. Svo voru og gjörðar ráðstafanir um afnot skjalasafna pessara og hirðingu á þeim. 26. dag aprílmánaðar samdi landshöfðingi skipulagsskrá um «Styrktarsjóð Hannesar Arnasonar til eflingar heimspeki- legum vísindum á Islandi». Staðfesti konungur hana 26. dag maímánaðar; hún er að öllu samhljóða ákvörðunum peim, sem finnast í erfðaskrá hans, og eru pær prentaðar í «Préttum frá ísl.» 1879, bls. 36. 12. febr. 1881 var sjóður pessi 30314 kr. 43 a. |>að hefir lengi verið illur kurr í læknum við smáskamta- lækna pá, sem víða finnast um land, og pótt þeir spilla atvinnu sinni, og leggja líf manna í hættu með pví að fást við að lækna pá. Einn af slíkum læknum í Húnavatnssýslu var pannig kærð- ur um ólöglegar lækningar, og bannaði læknirinn honum öll lyf, og bauð syslumanni að refsa honum. En hinn skaut máli sínu til amtsins, og amtið aptur undir úrskurð landshöfðingja, og var maðurinn svknaður. Lögum peim, er þingið afgreiddi um lækningar ólærðra, var synjað undirskriptar, og færði ráð- gjafinn ýmislegt pví til málbóta, en fór pó mjúklega með málið, og gjörði ráð fyrir að frumvarp mundi koma frá stjórninni um petta efni til næsta þings. Breytingar, sem urðu á embœttaskipun hjer á landi, voru þessar: Landshöfðingi Hilmar Finsen fór utan í ágústmánuði, og var Bergur Thorberg, amtmaður í Suður- og Yesturumdæminu skipaður að pjóna landshöfðingjastörfum á meðan, auk síns fyrra embættis. J>á er landlæknir Jón Hjaltalín fekk lausn í fyrra, var Jónas Jónassen settur landlæknir; pótti mönnum vísara en víst að hann yrði pað. En pá fór danskur læknir, Georg Schierbeck að nafni að sækja um það, og fjekk hann meðhald margra íslendinga, einkum í Höfn, vegna orðs pess er af honum fór, en aðrir hjeldu mjög í mót honum af pví að hann var danskur. Skiptust peir í tvo andstæða flokka út af pessu, og varð af pví deila mikil. Schierbeck tók tvisvar hið lögboðna íslenzku- próf áður, og stóðst hvorugt peirra, og viljum vjer ei neitt um dæma, hvort par var rjett eða rangt að farið. Síðan kom hann

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.