Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Page 16

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Page 16
16 STJÓRN. Pjetur Jónsson, prestur í Fjallapingum fjekk Presthóla frá far- dögum 1883 30. dag septembennánaðar. J>ess hefir gleymzt að geta í frjettum frá fyrra ári, að konungur veitti Jóni prófasti Jónssyni, presti að Mosfelli í Grímsnesi Hof í Vopnafirði 29. dag nóvembermánaðar 1881. Lausn frá embœtti fengu pessir prestar: Jón Asgeirsson, prestur á Rafnseyri 10. dag maímánaðar með 430 kr. eptirlaunum, og Jón Thorarensen, prestur til Saurbæjarpinga í Dölum sama dag með 190 kr. eptirlaunum. Prestvígðir voru pessir: Lárus Olafur porláksson var vígður til Mýrdalspinga, Halldór porsteinsson til Landeyjaþinga og Finnbogi Bútur Magnússon til Kirkjubólspinga 27. dag ágústmánaðar. 3. dag septembermánaðar var porsteinn Hall- dórsson vígður til Pjarðar í Mjóaíirði. Kandídat Halldór Eggertsson Brietn var skipaður af kon- ungi til að vera annar kennari við gagnfræðaskólann á Möðru- völlum, frá 1. október, hinn 28. dag júlímánaðar. porsteini Daníelssyni umboðsmanni Möðruvallaklausturs- jarða var veitt lausn fyrir aldurs sakir og lasleika 8. dag maí- mánaðar, og var pað umboð veitt aptur 28. júlí Einari As- mundarsyni í Nesi frá 1. degi októbermánaðar. — Sömuleiðis var og Asmundur stúdent Sveinsson skipaður umboðsmaður Arnarstapa umboðs og Hallbjarnareyrar 31. dag ágústmánaðar. Landlæknir Jón Hjaltalín sagði af sjer etazráðsnafnbót . peirri, er honum var veitt árið áður, 29. dag aprílmánaðar. 4. dag maímánaðar staðfesti konungur W. 0. Spence. Pater- son brezkan konsul fyrir Island með aðsetri í Reykjavík. Af styrktarsjóði Kristjáns konungs hins níunda í minning púsundárahátíðarinnar voru Kristni bónda Magnússyni í Engey veittar 200 kr. fyrir afbragðsdugnað í sjávarútvegi og jarðabót- um, og Bárði bónda Sigurðssyni á Kollabæ í Rangárvallasýslu 120 kr. fyrir vatnsveitingar. |>á fjekk og ekkjufrú Guðrún Guðjohnsen í Reykjavík hinn minni verðlaunapening úr silfri fyrir jarðepli, og hinn stærra úr bronce fyrir kálrabí- og næpnafræ; peninga pessa fjekk liún senda f'rá fræsýningu, er haldin var í Sundsvall í Svípjóð í sumar.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.