Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Síða 20

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Síða 20
20 ÁRFERÐ OG ATVINNUVEGIR. um land var gróður kominn til muna í fardögum. J>6 var pá kominn góður sauðgróður syðra. En nyrðra var um Jónsmessu jörð öll livít, og kúm og eldishrossum var gefið inni fram undir pann tíma, par sem annars var nokkuð til að gefa; sum- staðar greri þar aldrei, t. d. á útkjálkum í Hrútafirði, Stranda- sýslu og víðar. Jó varð þar að lokum í sveitum þolanlegt gras að vöxtum til á túnum, en á engjum mjög lítið; syðra og eystra varð gras meira, í meðallagi bæði á túnum og engj- um, nema tilfjalla; þar var hvervetna mjög snöggt. Heyskapur gekk óvenjulega illa, fyrst og fremst af því, að hvergi spratt fyrri en í júlí og ágúst, og svo gekk mislingasóttin eins og logi yíir akur í sveitum nyrðra um fyrra hluta sláttar. Sláttur hyrjaði því syðra í 14. viku sumars, sumstaðar litlu fyrri, en nyrðra víðast hvar í 15. viku sumars. En hæði var þá hey- vinnutíminn stuttur, heilir tímar fjellu úr, svo ekki varð að verið fyrir hríð og fönn, og ekkert þornaði fyrir þrotlausum úr- fellum. Nyrðra náðu sumir töðum sínum þegar upp hirti um höfuðdaginn, en góður þurkur kom þó hvergi þá nema í austurhluta Húnavatnssýslu. Sumstaðar, t. d. í Dalasýslu, Fljótum, og útkjálkum öllum nyrðra náðist enginn haggi inn, hvorki af töðu nje útheyi, fyrri en síðast í september, og má nærri geta, að heyið hafi hæði ódrýgzt og dofnað í öllum þeim hrakningum. Sumir drifu hey sín áður saman, ef af hráði um stund, haughlaut, og hitnaði þá í þeim til stórskaða. Sama má segja syðra, nema þar var því verra, að haustið var Mka svo votviðrasamt, að eigi varð náð heyi með nokkurri verkun. Lágu þau úti sumsstaðar, t. d. í Rangárvallasýslu til októher- loka, og má þá nærri geta, að hverju gagni þau hafi verið orðin. J>að má því óhætt fullyrða að nýting hafi orðið hin aumasta, og heyskapur hinn bágasti. Heyfallið varð í flestum sveitum nyrðra helmingur og allt niður að fjórðaparti við það sem er í meðalári, og eins í vestursýslunum, Dala- og Snæfells- nessýslum. Sumstaðar nyrðra var heyjað fram yíir veturnætur, og kúm beitt, því þá var sumarveðurátt. Yegna þess, hvað heyjunum var dyngt víða blautum saman, og þau drap í rig- ningunum, soðnuðu þau niður af hita og sortnuðu, og sum- staðar kviknaði í þeim, svo þau hrunnu til kaldra kola. Svo fór t. d. í Deildartungu í Reykholtsdal, Mjóadal í Laxárdal í

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.