Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Page 26

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Page 26
26 FELLffi OG HARÐRJETTI. fyrst að skýra frá fjárdauða almennt, og síðan frá bjargarvandræð- um [>eim, er af því leiddi, tilraunum manna til pess, að sporna við hinum voðalegustu afleiðingum hallærisins, og að síðustu frá gjöfum peim, er komið hafa frá útlöndum handa hinum bág- stöddustu sveitum hjer á landi. pess var getið í frjettunum frá fyrra ári, að allmikil fjár- fækkun hefði orðið vetrinn 1880—81 í sumum sveitum lands vors, einkum í Dala- og Snæfellsnes-sýslum. [>að er eins og pær sýslur hafi orðið pyngst og harðast úti í pessum harðærum, og má pað að miklu kenna fákænsku og fyrirhyggjuleysi manna, einkum í Snæfellsnessýslu, pví að par ætlar allt að deyja ef sjávarafli bregzt um tíma, og pá pví heldur pegar landgagnið fer sömu leið. Yeturinn var par óvenjulega harður allt í frá nýári, fremur en í öðrum hjeruðum landsins, enda voru par ailir komnir á nástrá pegar í marzmánuði og farnir að skera niður fje sitt. pegar blíðkaðist tíðin fyrir páskana, var samt útlit fyrir að öllu ætlaði að reiða polanlega af, en er pá spillt- ist aptur, fór allt um koll, og kýr, fje og hestar hrundu niður unnvörpum. Skæðastur varð fellirinn í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu, Dalasýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Kjósarsýslu, Strandasýslu, Rangárvallasýslu og Skaptafellssýslu inni vestri. Nokkuð margt fjell og í Isafjarðar- og Barðastrandarsýslum, en í Norður- og Austuramtinu var feliir að tiltölu miklu minni, og varð par víða eigi annað en lambafellir. I Arnessýslu dó fátt fje af megurð, en par vildi annað slys til, sem var svo sem til að bæta pað upp. I góðviðrunum fyrir páskana ráku bændur margir úr Hreppunum sauði sína fram á afrjett sem par er siður til, var pað alls hjer um bil 1400 fjár. En pegar liríðin mikla kom, vann hún á flestu pessu fje. Sumt barði niður og fraus niður á lagðinum, sumt faunst beinbrotið á víða- vangi, sumt hrakti fyrir björg eða út í ár og læki og beið par bana. |>egar upp stytti fóru menn að leita fjárins, og fannst pá allt dautt nema um hundrað, sem eptir lifði og var illa út- leikið. I pví veðri fórst og fjöldi fjár á Rangárvöllum og í Skaptafellssýslu liinni vestri, svo að sagt var, að menn, sem áttu 2—300 fjár, áttu eigi eptir nema 50—60 kindur. Sandhríðin eystra drap fjeð fremur en annað, pví að par eru bændur eigi svo útbúnir, að hafa liúskofa til ylir fjenað sinn. Fylltust lungu

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.