Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Side 33

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Side 33
MENNTUN. 33 að breyting nokkur var gjörð á reglugjörð hans, með endurskoð- aðri reglugjörð fyrir hann, er landshöfðingi gaf út 28. dagjúlí- mánaðar. Hin helzta hreyting, sem gjörð var, var sú, að búfræðis- kennslan var af numin, og öðrum námsgreinum var aukið við í hennar stað. I stað pess, að áður var ákveðið, að kennt skyldi ágrip af landafræði og nýja sagan, einkum saga Norður- landa, var nú á kveðið, að kennd skyldi öll sagan, og sjerstak- lega nákvæmlega lýsing íslands og saga pess, ásamt yflrliti yíir löggjöf pess og stjórn. I stað einfalds reiknings skyldi nú lesinn reikningur, rúmfræði og landmæling, og í náttúrufræðum var aukið við ágripi af mannfræði, dýrfræði, grasfræði, steinfræði og jarðfræði. Svo átti og að kenna söng og leikfimi. Við pessar breytingar varð skólinn miklu meir menntandi en áður, og pjóðlegri, par sem nú fjekk ísland og saga pess að komast að, og sömuleiðis yfirlit allra hinna almennu náttúruvísinda. Stjórn öll og tilhögun skólans er hin sama og áður. Breyting komst nokkur á stigafjölda pann, er purfti til burtfararprófs, pví að nú parf 60 stig til ágætiseinkunnar, 48 stig til fyrstu og 36 stig til annarar einkunnar, og 24 til hinnar priðju, til að geta sloppið. Töluverður ágreiningur og ófriður var milli mat- salans og skólastjóra á aðra hlið og pilta á hina, mest út af matsölunni, og höfðu piltar í heitingum með að koma eigi aptur er peir fóru .um vorið; pó efndu pað eigi nema sumir peirra. Um haustið komu eigi nema 28 piltar til skólans, og má pað að líkindum mest kenna harðærinu. Árið 1877 hafði pórarinn prófastur Böðvarsson í Görðum á Álptanesi gefið fje allmikið til pess, að stofnaður yrði skóli í Flensborg við Hafnarfjörð; var skóli pessi fyrst um sinn að eins barnaskóli, en gefandinn vildi láta meira verða úr skóla pessum, og lagði enn meira fje til hans, svo að hann átti á pessu ári um 13400 kr. höfuðstól, er mestallt eða allt var gjöf pessa eina manns. Æskti hann pess nú, að landshöfðingi semdi skipunarskrá fyrir skóla penna, pannig að hann gæti verið al- mennur menntunarskóli handa unglingum auk pess að vera harna- skóli. Gjörði landshöfðingi svo, og gaf út reglugjörð handa 3

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.