Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Síða 34

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Síða 34
34 MENNTUN. skólanum 21. dag júlímánaðar. Er par gjört svo ráð fyrir, að skólinn skuli vera til pess að styrkja hæfilegleika manna til þess, að standa vel í stöðu sinni sem alþýðumenn, og yrði jafnframt færir um að takast á hendar barnakennslu. Skal hver sá, er vill fá inntöku í skólann vera fermdur, en pó ei eldri en 20 ára. |>ar skal kenna íslenzku, dönsku, ensku, sögu, landafræði (einkum sögu og landafræði íslands), talnafræði, rúm- fræði og dráttlist, svo og undirstöðuatriði náttúrusögunnar, eðlis- fræði og efnafræði, söng og leikfimi. Skólanum er skipt í 2 bekki, og svo er hinn priðji sem barnabekkur. Skólaárið er frá 1. degi októbermánaðar til 31. dags marzmánaðar. Að öðru leyti er tilbögun á kenuslunni lík og á Möðruvallaskólanum. Skóli pessi var allfjölmennur pá pegar um baustið. Alpýðuskólar og barnaskólar voru víða baldnir um land, einkum pó syðra, og eru einlægt að fjölga. Talað var og um gagnfræðaskólastofnun á Eyrarbakka, en varð ei af í pettasinn vegna árferðisins. Kvennaskólarnir bjara enn pá, nema svo má segja að kvennaskólinn í Reykjavík lifi vel. Um haustið komu til bans 22 skólameyjar, og auk peirra voru 4, sem að eins nutu kennslu í söng. Nyrðra voru peir á ofurveikum fæti, pó að peir bjengi uppi að nafninu til bæði í Skagafirði og Húnavatnssýslu; Laug- alandsskólinn var og með langfámennasta móti, eigi nema 11 námsmeyjar, og má að líkindum mest eigna pað óáran peirri, er var á pessu ári. En hvað um pað, menn eru pó búnir að komast að raun um, að menntunin er fyrir öllu, einkum ung- lingafræðslan,. og er pá vonandi að menn láti eigi letjast að styðja að henni, pó að móti blási. Skólavistin er dýr pegar illa lætur í ári, en pá er aptur pví meira vert að temja sjer heimamenntunina. J>að er hvorttveggja að skólarnir eru farnir að fjölga, og auðveldara orðið að afia sjer menntunar, enda er mikið látið af pví bvað alpýðumenntun sje að fara fram, bjátrú að minnka og menn í sveitum að siðast og fræðast. J>á er að minnast á landsbókasafnið. Svo sem um er getið í frjettunum frá fyrra ári er pví ætlað fyrir geymslustað allt pingbúsið niðri; pað er mikið búsrum, og getur lengi enzt,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.