Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Qupperneq 42

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Qupperneq 42
42 VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR. Lesage. Allt var þetta leikið á íslenzku; var leikið alls í 26 kveld og var nærfelt altaf fullt hús; pótti vel leikið af vel- flestum, eptir pví sem fóng voru á og von var til af mönnum, sem nær engir höfðu sjeð leikið á almennum leikhúsum. V. Vísindnlegar rannsóknir. í frjettunum frá fyrra ári var stuttlega drepið á aðgjörðir fornleifajjelagsins, og höldum vjer lijer áfram að skýra í fám orðum frá gjörðum pess. Um haustið kom út ÁrbóJc pess fyrir 1882, og var í henni framhald á ritgjörð Sigurðar Yigfússonar um hof og blótsiðu í fornöld, og svo nákvæmar skýrslur um rannsóknir fjelagsins á gömlum liaugum og hoftóttum árið 1881, sem vjer höfum áður stuttlega skýrt frá. Fjelagið hafði nú næst á kveðið að láta rannsaka nákvæmlega eitthvað af Yestfjörðum, einkum stöðvar pær, er Gísla saga Súrssonar fór fram á. Til pess að framkvæma petta fór Sigurður Yigfússon vestur í Önundarfjörð í júnimánuði, til pess að kanna betur Goðhól. Ljet hann grafa 1 hólinn, og fann í honum kringlótta tótt, 11 fet í pvermál, og hafði veggjunum verið hrundið inn í tóttina. A tóttargóJfinu fannst aska og fúnar hrosstennur, og hendir pað til pess, að pað hafi hlóthús verið. Ur önundar- íirði reið hann sömu leið og Yesteinn reið forðum síðast til Dýrafjarðar, og reyndist sagan par mjög nákvæm, og allt eins og par er. Fyrst rannsakaði hann Yalseyri, sem er innarlega í Dýrafirði, og fann par 15 búðatóttir mjög fornlegar, og hafa sjálfsagt verið fleiri, pví að skriða mikil hafði fallið ofan á eyrina hjá tóttunum. |>ær urðu flestar mældar, og voru dyr peirra út úr hliðunum. Líklegast er að lijer haíi verið ping- staður peirra Dýrfirðinganna til forna. Ein tóttin var miklu stærst, nær ferskeytt að lögun, rúm 40 fet á hlið. Líkist pað pví, sem par hafi verið einhver samkomustaður eða dómstaður. I Haukadal fann hann öll pau einkenni, sem sagan minnist á nema |>orgrímshaug. Seftjörn, sem knattleikarnir voru leiknir á, er par strandlengis með sjónum, og Sæból skammt frá vestur- enda tjarnarinnar. J>ar markar enn vel fyrir öllum tóttum síðan á 10. öld; eru pær prjár; er liin vestasta tóttin 64 fet á lengd

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.