Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Qupperneq 43

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Qupperneq 43
VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR. 43 og 36 á breidd, og mældist nákvæmt 60 kúa fjós sem sagan segir. Fast við fjóstóttina er skálatótt, 100 feta löng og 28 feta breið, og skammt í austur frá henni er girðing ein fer- hyrnd, 49 fet á hlið, og innan í henni tótt lítil, ferliyrnd, 21 fet á hlið utanmáls. |>essa austasta húss er hvergi getið í sögunni, en af sögunni má ráða, að ]>að verður að vera hof J>orgríms, pví að hann var goðorðsmaður og blótaði Frey í vinaboði að veturnóttum. Skammt upp frá Sæbóli (nál. 140 föðmum) eru tóttir að Hóli (er nú kallast Gíslahóll), og hefir brú verið yfir mýrarsundið á milli; sjást hennar enn merki. Lækurinn sem Gísli óð að Sæbóli, húsaskipun, afstaða — allt er petta hnitmiðað niður í sögunni eins og pað er. J>ar fanst og Yesteinshaugur skammt í frá, og nokkuð uppblásinn orðinn. Sigurður gróf í hauginn og fann steinaraðir pær, er lagðar höfðu verið að líkinu, og svartleita mold undir, en allt var par orðið grautfúið í aurmoldinni. Annar haugur var par og, sem sagan talar ei um, en líklega hefir pað verið haugur J>orbjarnar Súrs. Að pessu öllu búnu fór hann að rannsaka tóttirnar á J>ingeyri. J>ær eru 14, og að öllu líkar tóttunum á Valseyri, og hefir J>ingstaðurinn að líkindum verið fluttur paðan pegar skriðan fjell. Síðan fór liann til Arnarfjarðar að skoða menjar úr Rafnssögu Sveinbjarnarsonar, og f'annst nokkuð. J>aðan fór hann í Geirpjófsfjörð, og fann par tóttir í túninu á Botni af bæ Auðar, konu Gísla Súrssonar; kallast tóttirnar enn Auðarbær. Kleifarnar, par sem Gísli fjell og fylgsni hans var, blasa par svo að segja rjett á móti; skoðaði Sigurður kleifarnar, og ber peim svo vandlega saman við söguna, sem ritarinn liefði horft á alla viðburði og ritað pá pegar. Fylgsni Gísla fann hann par skammt í frá, milli skógarrunna, grafið inn í barð, í hvammi við ána. Gróf hann upp fylgsnið, og var pað 8 fet á breidd og 9 á lengd. J>akið var fallið niður, en ás og árepti sást vel, hafði ásinu verið af eik, en áreptið af birki; allt var pað orðið mjög fúið; búta af ásnnm kom Sigurður með að vestan, og er pað nú í forngripasafninu. Annað fylgsni Gísla fann hann hjá Auðarbæ, og er pað að öllu líkt hinu nema heldur prengra. J>egar öllu pessu var lokið fór hann út með öllum Arnarfirði og út að Selárdal, og safnaði mörgum og merkum ágætum forngripum, og fekk margra góðra manna loforð fyrir pví, að

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.