Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Síða 54

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1882, Síða 54
54 SLYSFARIR, SÓTTIR, LvT IIELDRA FÓLKS. mánaðar. Hún var fædd 12. október 1808, og giptist 1833. Hún var í mörgu hin merkasta kona. — Lydia Ethélinde Thorsteinson, kona Steingríms skálds Thorsteinsonar ljezt 5. dag júnímánaðar. Hún var aldönsk að ættum, fædd 17. des- ember 1821, gipt 1857. — 9. júní ljezt Helga Brynjólfsdótt- ir, ekkja Jóns prests Steingrímssonar á Hruna (f 1851) fædd 31. marz 1807, gipt 1826. — 16. dag júnímánaðar dó Kristín Vigfúsdóttir, systir Bjarna heitins amtmanns, ekkja eptir Jón Halldórsson, prófast í Rangárpingi (f 1856). Hún var fædd á Hlíðarenda 18. ágúst 1797, gipt 1818; dóáMúla í Biskups- tungum. — 25. dag sama mán. ljezt Helga Helgadóttir Sivert- sen, kona Sigurðar prests Sívertsens á Útskálum, 73 ára göm- ul. — Sama dag ljezt af mislingum Margrjet Jörginsdóttir, kona Einars |>órðarsonar prentara, 29 ára gömul. — 3. dag júlímánaðar dó úr sömu veiki í Reykjavík ungfrú Aana Cath- arine Bjering, fædd 19. desember 1850. Hinar tvær síðast- töldu pekkti jeg vera gáfaðar, vel að sjer og virtar og elskaðar af öllum. Ritað í apríl 1883. VII. V i ð a u k i. Um hag íslendinga í Yesturheimi 1879—1882. í frjettum frá íslandi 1877—78 er dálítið sagt frá liag ís- lendinga vestra, og viljum vjer stuttlega greina frá liinu helzta, er par hefur farið fram síðan. Yeturinn 1878—1879 var nokkuð harður, og voru menn pá pegar margir farnir að hugsa um að flýja vetrarhörkurnar og sumarrigningarnar og leita suður á bóginn. Höfðu menn pá fest auga á hjeraði einu litlu, er Pembina nefnist, við landnorðurhornið á Dakotahfylkinu; pað er nál. 140 enskum mílum eða 7 pingmannaleiðum í suður frá Nýja íslandi. Um vorið fór Páll J>orláksson og nálægt 60 manns af hans fylgifiskum suður í Pembinu, og ljetu par fyrir berast. Sumarið var gott og purkasamt til 9. okt.; pá brá til rigninga, og fór allt á flot; pó kom ekkert syndaflóð í pað skipt- ið. Heyskapur var heldur góður, og fiskafli sömuleiðis, en öll uppskera í rýrara lagi. Hæstur hlutur var um haustið 1000

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.