Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 2

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Side 2
4 Löggjöf og landsstjórn, uðum og urðu einhverjir slíkir fundir nálega í hverju kjördæmi landsins og allvíða fieiri enn einn; kom það þá pegar í ljós, að allur porri manna hneigðist lielst að því, að haldið yrði fram frnmvarpi alþingis 1885 óbreyttu á aukaþinginu; þó vóru þeir nokkrir, er fylgdu hinum stefnunum: að breyta frumvarp- inu eða fella það alveg, þeir sanit fleiri og merkari, er breyt- inga óskuðu. Síðan íóru kosuingar fram á ákveðnum tírna, og geta menn séð á eftirfarandi samanburði á sókn manna á kjörfundi, hve miklu meiri áhuga menn sýndu nú í því efni enn þegar kosningar fóru síðast frarn (1880); talan aftan við nöfn þingmannanna táknar atkvæðafjölda þann, er hver fékk, og nöfn hinna nýju þingmanna eru prentuð með skáletri, enn þeir urðu alls 15 eða helmingur hinna þjóðkjörnu og flestir ungir menn og lítt reyndir í þjóðmálum. Af þjóðkjörnum þingmönnum á þingi 1885 var því helmingurinn (15) endur- kosinn, 8 vildu eigi gefa sig aftur við þingmeiinsku og hafði einn þeirra (Tryggvi Gunnarsson) greitt atkvæði móti frum- varpinu 1885 og ritað móti því í Tróða. Af þjóðkjörnum þing- mönnum á þingi 1885 höfðu einir 5 (Arnljótur, Halldór Kr. Friðriksson, Tryggvi, porkell Bjarnason og J>orsteinn kaupmaður Thorsteinsen af ísafirði) greitt atkvæði móti frumvarpinu; hin- ir 3 buðu sig nú aftur fram til þingmennsku og var þá einum þeirra (J>orst. Thorsteinsen) snúinn hugur og lofaði hann fylgi við frumvarpið, enn þeim var öllum hrundið við kosningar- nar; 2 öðrum þingmönnum (Eiríki próf. Kúld og Jóni próf. Jónssyni í Bjarnanesi), er fylgt höfðu frumvarpinu, var og hafnað fyrir öðrum 2 eindregnum fylgismönnum þess, og einn þingmaður (Asgeir Einarsson) var dáinn. í 16 kjördæmum (eða öllum nema Snæfellsness-, Dala-, Stranda-, Suðurþingeyjar- og Yestmannaeyja-sýslu) höfðu fleiri (1, 2 og 3) enn þeir, er kosningu náðu, boðið sig fram til þingmennsku á kjörfundi; vóru sumir þeirra hlyntir breytingu á frumvarpinu frá 1885, enn þeir urðu alstaðar undir fyrir þeim, er því vildu fylgja óbreyttu að þessu sinni, nema í Borgarfjarðarsýslu;og í Beykja- vík komst að það þingmannsefnið, er ekkert vildi segja um frumvarpið sjálft, enn kvaðst aðhyllast stefnu þess, fyrir öðrum tveim, þar sem annar var á móti frumvarpinu og stjórnarskrár- breytingum yfir höfuð, enn hinn eindreginn fylgismaður frum-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.