Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Síða 4

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Síða 4
6 Löggjöf og landsstjóm. B. Konungkjörnir: J>eir voru hinir sömu og 1880, þar eð kjörtími peirra var eigi á enda fyr enn eftir aukapingið, ineð þeim hreyt- jngum, er síðan höfðu smámsaman á orðið, nl. Jón Pétursson háyíirdómari (l.), Magnús Stephensen landshöfðingi (2.), Arni Thorsteinsen landfógeti (3.). Lárus Sveinbjörnsson yfirdómari (4.), Hallgrímur Sveinsson dómkirkjuprestur (5.) og Arnljótur Ólafsson prestur (6.). Bæði á kjörfundum og eftir pá höfðu hinir kosnu þing- menn allvíða fundi með kjósendum sítium og var par alstað- ar uppi látið að fylgja helst stjórnlagahreytinga-frumvarpi al- pingis 1885 óbreyttu á aukapinginu og álitið sjálfsagt, að jafn- framt yrðu samin ýms fylgilög við frumvarpið, svo sem kos- ningaiög, launalög hinnar fyrirhuguðu landsstjórnar, ráðgjafa- ábyrgðarlög. Pá önnur mál komu til umtals. Aukaþingið var sett 28. júlí, eins og til stóð, og vóru allir pingmenn til pings komnir. Allar vóru kosningar teknar gildar og komu pó kærur fram gegn kosningunum í Reykja- vík, Gullbr,- og Kjósarsýslu og Arnessýslu, enn pingið sam- pykti að senda pær forsetaveginn til landshöfðingja til frekari rannsókna eða áminninga til kjörstjórna um betra lögfylgi og löghlýðni, pví að mikið pótti á bresta í pví efni, einkum í Arnessýslu. Forseti neðri deildar varð Jón bóndi Sigurðsson frá Gautlöndum, enn forseti efri deildar Arni landfógeti Thor- steinson og forseti sameinaðs pings Benedikt sýslumaður Sveins- son. Stjórnin lagði ekkert frumvarp fyrir pingið né sendi pví nokkur skeyti. Enn pingmenn komu fram með 22 lagafrum- vörp (af þeim voru 11 samþykt sem lög, 5 tekin aftur og 6 feld), 12 tillögur og ályktanir (af peim voru 5 samþ., 4 teknar aftur, 2 feldar og 1 óútrædd), og 3 fyrirspurnir (allar leyfðar, enn rökstuddar dagskrár út af þeim vóru 2 feldar enn 1 samþykt). J>ingmál urðu alls 43. J>inginu var slitið 26. ágúst; höfðu 23 fundir verið haldnir í hvorri deild, og 3 í sameinuðu pingi. Ekki sendi þingið konungi ávarp að pessu sinni. Kostnaðurinn við aukaþingið varð alls 17496 kr. 6 au. Af lögunum, sem samþykt vóru nú, skulu talin: 1. Stjórnarskipunarlög um hin sérstaklegu málefni Islands;

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.