Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Page 12

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1886, Page 12
14 Löggjöf og iandsstjórn. þingdagana, og setti neðri deild til þess 5 manna nefnd (J>or- leif Jónsson, Lárus Halldórsson, Sigurð Stefánsson, Olaf Briem og |>orvarð Kjerulf). Nefnd þessi kom með langt nefndarálit undir þinglok; hafði hún komist að þeirri niðurstöðu, að land- stjórnin (ráðgjafi, landshöfðingi, amtmaður) »hefði sýnt ótil- hlýðilega vanrækt í eftirliti því, er henni bar að hafa með emb- ættisrekstri Fensmarksc og því »eigi landsstjórnin að ábyrg- jast landssjóði fullar bætur fyrir vanskil þessa embættismanns«. Nefndin kom með þessa tillögu til þingsályktunar, er var sam- þykt: 3. »Neðri deild alþingis skorar á ráðgjafann fyrir Island að gera ráðstafanir til þess að ógoldnar tekjur landssjóðs úr Isafjarðarsýslu og kaupstað fyrir árin 1879—1884 verði greidd- ar í landssjóð áður enn lagt verður fyrir alþingi frumvarp til laga um samþykt á landsreikningnum fyrir 1884 og 1885«. Lengra vildi nefndin eigi íara að þessu sinni (á miðju fjár- hagstímabili) fyr enn útséð væri um, hvernig ráðgjafinn, sem bæri ábyrgðina af gerðum landsstjórnarinnar, snerist við mál- inu, er hann sæi niðurstöðu þingsins nú, enn það væri ekki fullséð fyr enn á alþingi 1887, og ef hann þá hefði ekkert að gert til fullnægju þessum vilja þingsins, þá væri fyrst sjálf- sagður vegur að höfða mál móti honum. Nefndin lét prenta helstu bréf landshöfðingja og amtmanns til Fensmarks í þessu máli (alls 19 bréf) og skýrslu um reikningsskil Fensmarks. Á henni sést, að »reikninga fyrir tekjum landssjóðs af sýsluuni ■efgreiddi hann mjög sjaldan á réttum tíma, stunduin allt að miss- eri eða jafnvel heilu ári eftir að þeir áttu að vera samdir, og loksins, þegar reikningarnir komu, báru þeir það jafnaðar- lega með sér, að mikið af tekjunum var ekki greitt fyr enn löngu eftir gjalddaga og fór sú upphæð, er þannig stóð ógreidd frá einu ári til annars, sívaksandi. . . . J>egar Fensmark fór frá embættinu (í ágúst 1884) stóð óborgað: 25211 kr. 62 au. |>ar upp í hefir síðan verið borgað 5425 kr. 41 ey., svo að nú eru eftirstöðvarnar 19786 kr. 21 ey., enn þar við bætist það, sem vantalið er í reikningunum að upphæð 2361 kr. 60 au., svo að alls nema vanskilin 22147 kr. 81 ey«. Auk þessa er skuld Fensmarks við sýslusjóð ísafjarðarsýslu og dánarbú eitt (sjá Fr. f. á., bls. 14). Upp í þetta var búist við, að enn

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.